Friday, April 10, 2009

fröken sjoppukona, ég ætla að fá eitt frútella

núna ætla ég að blogga.
í dag er föstudagurinn langi og fullt af fólki lét krossfesta sig á filippseyjum af því tilefni. þar sem ég er ekki haldin sjálfspíningarhvöt þá lét ég duga að fara í sólbað úti í garði. ég hef einnig ákveðið að borða bara súkkulaði og matvæli sem innihalda kakó og sykur í öll mál. besta ákvörðun sem ég hef tekið árið 2009 myndi ég segja.

í gær fór dórakel í bíó og sá draumalandið. uppskeran varð depurð, reiði, og fleiri neikvæðar tilfinningar. í sumar munið þið þess vegna finna dórakel í fremstu víglínu í hvers kyns umhverfistengdum mótmælum, ýmist hlekkjaðar við vinnuvélar eða stígandi trylltan mótmælatransdans á hverjum kima ættjarðarinnar.

á þriðjudaginn fer ég í starfsviðtal. eða allavega heimsókn til starfsmannastjóra.
starfsviðtalsheimsóknin er á elliheimilinu grund þar sem ég vona að ég muni eyða ævidögum mínum í sumar að klappa gömlum krúttum. með hinn helminginn mér við hlið.

sumarplanið er nokkurn veginn svona:

fá sumarvinnu
fara í sumarsund og fá sumartan
lenda í sumarrómans
fara í sumarútilegur
gera allt sem er sumarlegt


núna má ég ekki vera lengur í tölvunni segir pabbi.