Thursday, June 28, 2007


við ætlum í útilegu
það eru allir velkomnir
nema þeir sem finnst við leiðinlegar
semsagt anna og unnur þið eruð velkomnar
aðrir ekki


það sem þarf:

* tjald! á einhver 4 manna tjald? eða kannski stærra, þið vitið hvernig hún rakel hefur tútnað út eftir að hún hætti í fótboltanum

* svefnpokar! það reddar bara hver fyrir sig

* teppi! helst 2...eitt til að sitja og borða pikknikk (helst má klínast smá matur í það) og eitt til að vera í sólbaði á

* pullur! því ég er pulludrottningin

* áfengir drykkir! æj þið vitið svona sem lætur mann segja kjánalega hluti eða fá viðurnefnið pulludrottningin

* bíll! já það þarf einhver að bjóða bíl (mér lýst best á unni því hún er eina sem á bíl..þeas af fólki sem finnst við ekki leiðinlegar) oooog við greiðum bensín að sjálfsögðu

* fótbolti! því það er gaman

* einnota grill! eða er hægt að komast í grillmazter3000 þarna nálægt?

* ruslapoka! til að spara skal ég stela þeim úr vinnunni...fátækir námsmenn..

* tjalddýnur! ég á svoleiðis. þær eru marglitar og hip

* heilsukarfa frá maður lifandi! því við erum allar svo spikfeitar og í megrun..ekkert candy fyrir feit börn!

* sólartanningoil og bikini! því við ætlumað ná góðu tan og grillast eins og pullur

* ferðaútvarp! því það er gaman og ég við hlusta á hreim (þá meina ég erlendan hreim en ekki söngvarann (hah þið hélduð hinn!))

* góða skapið! því það á alltaf að vera með í skólaferðalögum

ég legg til að við leggjum í hann kl svona 5 á föstudagseftirmiðdag því þá ættum við akkurat að lenda í mestu traffíkinni, ég elska traffík. sko skemmtistaðinn traffík í keflavík. ég sá einu sinni heitan gaur þar. hann var með strípur.

eeeeeeeeeen áhugasamir skrái sig sem fyrst hér í comment
semsagt enginn því anna og unnur eru búnar að segjast ætla með haha
lúðar

Sunday, June 17, 2007

hæ ho jibbi jeij

í dag er 17 júní og hnokki á afmæli
til hamingju hnokki ef þú lest þetta (sem þú gerir líklegast ekki)

í dag eru líka allir vinir okkar að sýna leikrit eða í útlöndum að verða heimsfræg módel. við vingumst bara við celebs
sjálfar erum við að fara á módelsamning í london því okkur var sko boðið það þegar við vorum þar í mars og við fáum sko mega heita íbúð og það er sko penthouse með heitum potti og það er öllum boðið í heimsókn


þetta er sma brot af íbúðinni, þið sjáið meira seinna

en í dag ætlum við bara á overdósa á candyfloss og horfa á alla celeb vini okkar.
ef þið viljið leika hringið þá í 908-6000 en það er núna sameiginlegt símanúmer okkar

við höfum ekki tíma til að skrifa meira núna við erum svo uppteknar skiljiði.
ekki því hanga hér inná allan daginn og vona að við bloggum meira eins og þið hafið verið að gera (sbr comment síðustu færslu) því það kemur bara þegar við höfum tima kæru aðdáendur!

takk fyrir og amen
**~WeLoVeYoUaLl<3~**

Thursday, June 7, 2007

Monday, June 4, 2007

mja mja mja mja ahaha

ég var að koma heim frá köben á föstudaginn. það var rosa gaman þar.
ég fór í dýragarðinn og sá gíraffa og ljón og tígrisdýr og blettatígur og fíl og flamingo og ísbjörn og úlf og skógarbjörn og apa og belju og geitur og nashyrning og krókódíl og kónguló og fiðrildi og skjaldbökur og sebrahest (nei nú laug ég ...ég sá ekki sebrahest en mig langaði að hafa séð sebrahest) en dýrið sem stóð klárlega uppúr var þetta

ég fékk mér líka svona búining þeir voru til sölu við innganginn
núna verður sko ekkert stress hjá mér fyrir öskudaginn

:D

ég fór líka í tívolí og ég fór í öll tækin. það voru rússíbani og fallturn og róla sem fór ógeð hátt og annar minni rússíbani og annar enn minni rússíbani og bátur og töfrateppi og margt margt fleira skemmtilegt

svo sá ég balletsýningu

það var líka lítil kona sem gaf mér rós og reyndi svo að selja mer hana þegar hún var búin að gefa mér hana því hún var með miða sem stóð á að hún ætti enga peninga. ég velti þá fyrir mér hvar hún hafði fengið rósirnar og annað hvort var hún að ljúga eða hún stal þeim og ekki vildi ég sko eiga stolna rós svo ég skilaði henni og sagðist ekki eiga peninga og að ég skildi hana ekki.

svo sólbrann ég. annað en hér. hér á íslandi er bara rok

ég keypti líka smá föt og hitti henrik vibskov (nei laug aftur...ég held bara að ég hafi séð hann í búðinni hans) en ég hitti urði í gusgus (já þá meina ég hitti ekki sá, ég veit ýkt hip gella ég) því þau (gusgus) eru að túra og voru með tónleika í köben og ég sagðist vera fan númer 1 sem ég er sko og hún gaf mér númerið sitt og sagði að í hvert sinn sem ég vildi spila með þeim væri ég velkomin sem er geggjó

það voru líka alltaf massíft heitir gaurar að spurja mig hvenær strætó kæmi og hvað klukkan væri og eitthvað

í fríhöfninni keypti ég kvö karton af marlboro og m&m peanut butter (lygi númer 3, það má bara kaupa eitt sígarettukarton) og þegar gellan á kassanum átti ekki uss inneign þá kýldi ég hana og kippti svo með mér þriðja kartoninu

ótrúlegt hvernig svona stórborgir fara með mann

en núna ætla ég bara að horfa á amelie. en samt ekki núna heldur á eftir þegar ég er búin að borða. og ég ætla að borða m&m peanut butter sem er best í heimi.

á morgun er ég svo búin að ákveð að verði gott veður og þá ætla ég í ræktina eftir vinnu því ég vinn í ræktinni og svo í sund. mér finnst samt raunsærra að segja að ég ætli í ræktina í hálftíma og taka svo strætó í einn og hálfan tíma heim í kulda og roki.

mikið haustar snemma í ár

-betri helmingurinn (afsakaðu ískalda staðreynd rakel, ég er ekki mikið fyrir að vinda tuskurnar áður en ég slengi þeim framaní fólk)

Friday, June 1, 2007

los friendos foreveros


það er ógeð langt síðan síðast.
dóra er búin að vera á vitum ljóna og dönsku pullsunnar nú í viku.
hún er með mömmusinni. hún heitir lóla.
hún er með systursinni. hún heitir perla. (mig langaði alltaf að heita perla þegar ég var lítil, erla perla eða e-ð svoleiðis)
hún var líka með vinkonu mömmu sinnar. sem heitir e-ð leiðinlegt því hún er ekkert rosa skemmtileg að dóru sögn.
hún var líka með dóttir hennar. áhugamál hennar eru að klappa kisunni í götunni sinni.

þær fóru í dýragarðinn og tívólí. (já ég veit e-ð fleira líka dóra, en mér fannst þetta standa uppúr).

svo þegar við búum í hverfi þar sem leika um glæponar á hverju strái í kaupmannahöfn N í sumar.
DAMMDAMMDAMM.....

NORREBRO

þá ætlar dóra að sýna mér dýragarðinn og tívólíið og mun hún þekkja það líkt og sinn eigin lófa.
það verður rosalega gaman og við ætlum að bjóða í fiesta öllum vinum okkar.
þið fáið boðskort á myspace í næstuviku.
boðskort á myspace eru nú alveg gúglígú.

þetta verður gott sumar.

ómægodHRÖNNERÍHEIMSÓKN
við höfum verði íðí í tíma og ótíma sem er ógeð gaman. ég sprakk af gleði á prikinu, sigga sprakk líka og miklu fleiri píur.
þetta var svo sannarlega ein óvænt ánægja.

hún fer á morgun það er ekki gaman fyrir island. skemmtilegt fyrir england og frakkland. og fleira.
ég er að fara að heimsækja hana í frakkland í 2 vikru við ætlum að vörka vel tanið og næla okkur í gott base tan. ef ekki meir en það. kannski heita frakka. þá frakka sem eru menn en ekki frakka sem eru jakkar. eða bara bæði.

jii en gaman.

lífið leikur lítið við okkur þessa stundina. hrö er tæp á tauginni og er á ystu nöf með að hengja sig í gluggatjölfunum. ég sagði hrönn stop in the name of love. hún sagði ókei þá. og hætti ólátunum undir eins.

við ætlum að gera e-ð rosalega villt í kvöld. gleðin verður við völd. og við ætlum að vera úti alla nóttina. (það er lag á sumardisknum hans pabba hennar hrannar. það er á eftir uppáhaldslaginu okkar) uppáhaldslag og svo kemur úti alla nóttina.

ég og hrönn og steinunn fórum að gefa öndunum brauð fyrir 2 dögum.
við hittum tvo menn í frakka. þeir voru með brauð og gáfu okkur með sér. það var nótt og það voru engar öldur. og engir mávar, það eru ekki mávar á næturna. það var ógeð rómantískt og við ætlum alltaf á deit við tjörnina. helst í tjörninni. við fórum í hljómskálagarðinn og ræddum um sleðahunda og smelluparket.

við fundum hinn fullkomna stað fyrir lautarferðir. við ætlum fljótlega í lautaferð þar og á þriðjudaginn sendum við út boðskort á myspace og þar stendur hver kemur með salatið og hver kemur með dúkinn.

hrönn líst ekki á blikuna og finnst þetta heldur langt.
hrönn er guðinn á meðan sigga ford er úti á akureyri að syngja gloría mesus.

ég geri allt sem hrönn segir í kvöld.
ég er farin að nudda á henni tærnar, búa til fansí kaffi, og panta hlöðver í hópsleik fyrir hana.
ég sendi boðskort til hrannar hlöðvers og kristínar mjallar. myspace miðvikudagur. heit boðskort komin til ykkar. svona: hæ ég heiti hrönn endurtökum leikinn. stanslaust stuð að eilífu amen.

okei bæ