Tuesday, November 27, 2007

ég hef ekkert að gera nema hugsa

niðurstaða:
ég hef aldrei séð stjörnuhrap. ef ég myndi sjá stjörnuhrap myndi ég

óska þess að píanóið mitt kæmist upp stigann.

með von í hjarta
rakel sif

Monday, November 26, 2007

lífið er ljótt

ég er lögð í einelti í skólanum.
enginn er vinur minn nema kisan mín.


hér er kennarinn minn í grámyglulegu reykingarlofti.
þegar hann kemst í nánd við reykingar verður hann kolruglaður og fer að éta köngulær.
skrýtið að hann sé alltaf snælduvitlaus útí reykingarmenn skólans.


útfærsla: brynjar með köngulær og mosa í hárinu.
þetta er nemandi sem hlær að öllu því sem þessi hálfviti hér að ofan segir.
ég held að það hafi aldrei komið fyrir að þessi kennari segji eitthvað fyndið.
ég lærði það í 5. bekk, jafnvel fyrr að kennarasleikjur eru ekki vel liðnar.
svo að EKKI kreista upp hlátur yfir því sem er langt því frá að vera fyndið.

allt sem er birt á þessum myndum gerir mér lífið leitt.

verið sæl.

p.s. ég hata skilningsrík komment um að fólk sé misjafnt og með misjafnan húmor.
LEAVE IT

Saturday, November 24, 2007

endilega hringið inn og kjósið ykkar mann. JEI

ég er að velja mér kærasta í gegnum símakosningu herra íslands.

ingi eldar ekki mikið fisk. enda arfalélegur að roðfletta fisk.
hann er meira pasta kjúklingur og svoleiðis maður.
frá neskaupsstað.
og fjölskyldan skiptir hann mestu máli.

NÆSTI
oj þetta er geðveikt leiðinlegt.

einn sagði brandara.
FRÁBÆRT

ELSKU DÓRA GANGI ÞÉR VEL AÐ SÝNA DANSINN Í DAG.

Wednesday, November 21, 2007

en fallegur dagur

góðan daginn
ég var í þann mund að leggja mig
og já vakna. ég hélt að það væri komin morgunn.
svo nú er ég soldið rugluð og skrýtin að borða hafrakodda og drekka djús og vítamín.

alveg eins og maður gerir á morgnanna.


maðurinn sem vinnur í eldhúsinu á prikinu er örugglega búin að bíða eftir mér með franskar og kokteilsósu síðan kl 3 í dag. því ég fer alltaf á hverjum degi að borða franskar á prikinu og drekka kók. það er alltaf sami maðurinn sem afgreiðir mig svo að ég er farin að fara hjá mér.
hann er örugglega að hugsa HAHA NÚ ER HÚN DÁIN ÚR KRANSÆÐASTÍFLU ÞVÍ HÚN BORÐAR SVO MIKIÐ AF FRÖNSKUM OG KOKTEILSÓSU.

á morgun ætla ég að sýna það og sanna að hann hafi kolrangt fyrir sér.

ein æskuvinkona mín fékk sér síllíkon í brjóst nú á dögum. mér finnst það frekar sillí.
NEI DJÓK EG ER BARA ÖFUNDSJÚK.

NJÓTIÐ KVÖLDSINS KRAKKAR

Sunday, November 18, 2007

sökudólgur

þegar ég var lítil las ég mikið af bókum.
mikið meira en ég geri núna.

ég kenni fríðu framhleypnu um þetta.
ég leigði hana oft á bókasafninu þegar ég var lítil.
dag einn var ég að lesa um hana í skólanum og vinkona mín líka.
mín bók var frá borgarbókasafninu, og hennar frá skólabókasafninu.

við vorum litlar og vitlausar.
okkur tókst að víxla bókum.
ég skilaði "minni" bók á "réttan" stað.

ÞETTA HEFUR OLLIÐ MÖRGUM VANDRÆÐALEGUM SAMTÖLUM Á ÞESSA VEGU:

ég: hæ ég ætla að taka þessar bækur (ég veit nokkurnvegin hverju ég á von á)
bókasafnsmaður/kona: jááá. bíddu nú við.... RAKEL SIF, AFHVERJU ERTU EKKI BÚIN AÐ SKILA FRÍÐU FRAMHLEYPNU FER Í SUMARFRÍ, ÞÚ FÉKKST HANA HJÁ OKKUR Á SÍÐUSTU ÖLD OG ERT BÚIN AÐ VERA MEÐ HANA Í LÁNI Í RÚMAN ÁRATUG?!?!?!??!!?
(ég ég verð mjög kindarleg og segi þeim sólarsöguna og að mamma hafi borgað skuldina)

ég fæ samt yfirleitt að fá bækur í láni en hugsa alltaf:
JÖRÐ
GLEYPTU
MIG
NÚNA

þar sem ég er vandræðaleg manneskja að eðlisfari, ekki framhleypin og aldrei nokkurntíman upplögð fyrir samræður á borð við þessar hef ég álveðið að hætta að heimsækja bókasöfn.

vá hvað sökudólgur er fyndið orð

Saturday, November 17, 2007

mamma sagði brandara

einu sinni voru skógarbjörn og kanína úti í skógi að kúka
þá sagði skógarbjörninn við kanínuna: finnst þér ekki óþægilegt þegar klínist í feldinn?
kanínan svara: neeei nei ekkert svo
þá þrífur skógarbjörninn í kanínuna og skeinir sér með henni...!

örþunnt strik

ég er svona þunn: _______

mikið vorkenndi ég útlendinginum sem sat fyrir aftan mig á morfís.

mikið er kisan mín falleg

Thursday, November 15, 2007

ógeð

í dag voru allir sem eru í mh í nkj.
nema ég

einhver sagði:

VÁÁÁÁÁ ÉG ER BARA FARIN/NN AÐ HLAKKA TIL JÓLABALLSINS.

oj
aldrei

nytt kortatimabil

það tók mig korter að komast inn í húsið mitt áðan
ástæðan var sú að jólaauglýsingabæklingar fylltu forstofuna svo ég átti í erfiðleikum með að opna hurðina
fokk

Inni

singles night
að vera léttur
komandi helgi
brúðkaup ingibjargar og jóns ásgeirs
kjartan píanóleikari í danstímum
að hlæja að ballvídjóum

Úti

kærópör
að vera úturhellaður
kraftbendils fyrirlestrar (power point)
remax fasteignasalan sem vill eignast heiminn
daniel cunninhamgæi sem slær taktinn með hringnum sínum og dansar á nærbrókinni
að vera Í ballvídjóum

ef þið viljið sjá mig og eygló og nokkrar aðrar píur (sumar þeirra voru m.a. í ballvídjóinu góða..) að dansa hip hop þá eruð þið velkomin í borgarleikhúsið laugardaginn 24 nóvember

plís komið þvi mamma kemst ekki



-dó

Tuesday, November 13, 2007

ég elska

SKYPE
frihelgar
...
ekki neitt annað


ÞETTA:
jölli says:
nei komdu sæl
rakel sif says:

jölli says:
langt síðan ég hef séð þig
jölli says:
hvað segiru gott?
jölli says:
http://www.b2.is/?sida=tengill&id=262079
jölli says:
tékkaðu á þessu

Friday, November 9, 2007

ó mitt auma líf eða eitthvað

þegar ég var að reyna að gera eitt heimskulegt í gær
beit ég bragðskynið af tungunni á mér.
kórónaði þetta svo með því að kyngja því líka.
nú finn ég semsagt bara súrt bragð þegar það súra er komið í magann.

nú verður líf mitt stöðug kvöl og pína þar til að tungan/bragskynið
hefur vaxið á mig aftur. sem ég vona að gerist sem fyrst.

ég ætla ekkert út á lífið.
um helgina ætla ég að liggja undir sæng með plástur í munninum
með von um skjótan bata.

baráttukveðjur,
ma ekki til nafns geta, tunguvegi 10.

Thursday, November 8, 2007

sálin min heitir katrín

búin í skólanum kl 10
tók skynsamlega ákvörðun og fór ekki að sofa
valdi tölvuna frekar
idiot

stundaglas eins og hermione á óskast..
þar sem ég þarf að geta farið aftur í tímann og verið á tveimur stöðum í einu
ég hata lífið



farin að sofa

Wednesday, November 7, 2007

mh

ég er að gera hópaverkefni upp í mh núna.
áhugavert þykir mér að ég er að gera það ein.

hópverkefni?
hópur?
eee nei alls ekki

nú eru einhverjir krakkar að skoða nýju lagabreytingar í tölvunni fyrir aftan mig.
þau eru örugglega busar því þau hafa ekki enn gert sér grein fyrir því að veggir mh hafa eyru og hvað þá samnemendur þeirra.

þau eru að segja margt ljótt um ráðið mitt.
ég tek þessu mjög persónulega því ég er oddviti.
( )
oj
ég trúi ekki að ég hafi sagt þetta
hvað þá skrifað það
svo ég ætla að stroka það út og setja sviga utan um ekki neitt.

þau eru líka í skýjunum yfir þvi að auglýsingastýrur og stjórar heita nú auglýsinga gangsterar.
ÆÐISLEGA SKEMMTILEGT.

ÉG AUGLÝSI EFTIR SVÖLU OG ARNÓRI. hann er með dökkt úfið hár og brún augu og svala er stelpan sem er í "fullur" auglýsingunni frá símanum.

Tuesday, November 6, 2007

hóruskóp

ég ætlaði að búa til stjörnuspá fyrir mig.
en ég hætti við.

Monday, November 5, 2007

feitt ég

í gær fór ég í stríðsspil þar sem ég var bretland og hinir voru þýskaland og frakkland og tyrkland og rússland og austurríki-ungverjaland og þa var mega gaman en ykkur finnst það kannski asnalegt en ekki mer svo þegiði

í dag svaf ég

svo fór ég í ballett og svo í body conditioning þar sem ég gerði 87654324567876543567 magaæfingar og meðal annars eina magaæfingu sem er samt margar magaæfingar í einni og hún heitir GREEN ROOM sem er mjög fáránlegt nafn því maður er svo ekki neitt hangin out in the green room meðan maður er að þessu

ég held ég sé með svefnsýki
ég er alltaf þreytt


mamma heldur alltaf að ég sé að tala við kærastann minn þegar ég er í tölvunni
...aumingja hún

rakel viltu koma með mer á klósettið?

Saturday, November 3, 2007

farinn í hundana

við steinunn vöknuðum á gistiheimili á hverfisgötunni áðan

þegar við komum á laugarveginn var hundavinafélagið með uppistand
við vorum að vonast til að hitta:

lalla
sigga jón
og alla hina vini okkar sem eiga hunda.

en við hittum þá ekki neitt.

á mánudaginn kemur út bók
eigum við að hafa þetta eitthvað lengra?
nei ég hélt ekki

Thursday, November 1, 2007

dóra mér þykir svo vænt um þig

ég hef eignast nýja systir.
hún var í svartri yfirhöfn, með eins klippingu,
með rautt naglalakk og punkturinn yfir i-ið hún var líka með hárkollu.

við föttuðum hvernig þetta allt small saman þegar við sýndum hvor annari
mynd af foreldrum okkar sem var rifin í miðjunni, ég átti pabbahelming
en hún átti mömmu helming.

svo fórum við og rós allar til okkar heima með fögrum svani að mér skilst.

þetta er bara fyrir systir mína:

lambalæri