Monday, July 11, 2011

svitnað í sveitinni

allskonar ferðalög hafa einkennt síðust daga mína hér í rúmeníu.

ég skrapp aftur niður að svartahafi til að fara á jamiroquai tónleika á mamaia ströndinni, við ana-maria fengum svo far með sturluðum manni sem skutlaði okkur og fleirum yfir á aðra strönd fyrir smáaura. hann keyrði mini-bus, reykti, sendi sms, hringdi símtöl og stoppaði á miðjum vegi til að spjalla við leigubílstjóravin milli þess sem hann dillaði sér við manele (rúmenskt-sígauna-ruslpopp). þegar þangað var komið rétt eftir miðnætti vorum við glorsoltnar og húsnæðislausar en allt saman reddaðist það á endanum.

átti svo indælis viku í búkarest í góða veðrinu, sá brúðuleikhúsuppfærslu af lísu í undralandi, og fleira skemmtilegt.

á föstudag þáði ég svo boð í sveitina í brúðkaup. tók grínlega lest fulla af peasants (er til íslenskt orð?) sem hámuðu í sig sólblómafræ, en ég hef gleymt að taka fram að það er þjóðarsport rúmena, og nánar tiltekið sólblómafræ í skelinni, svo þau hakka þetta í sig og eru komin með ansi góða tækni við að ná fræinu út og skyrpa skelinni svo út úr sér hér og þar um borgina svo allstaðar má sjá ummerkin.

í sveitinni tóku á móti okkur krúttlegar ömmur og indælis skyldmenni upp til hópa. matur og nóg af bjór. á laugardeginum var steikjandi hiti og alls ekki kjörinn dagur til brúðarveislu en herlegheitin hófust í garðinum á heimili brúðhjónana þar sem slegið hafði verið upp tjaldi og skreytingum. þar var komið með lítið grenitré sem brúðurin og fleiri hjálpuðust að við að skreyta með músastigum og pappírsblómum í öllum regnbogans litum. því næst var náð í brauðhleif og vínglas sem haldið var ofan á höfði brúðarinnar sem braut af brauðinu, dýfði því í vínið og borðaði, tók því næst nokkra gúlsopa af víni og spýtti á tréð. þá var stiginn hringdas í garðinum (hora) og tréð dansaði með.

næst kom maturinn sem ég ætla ekki að fara nákvæmlega í gengnum því hann var bara dæmigerður rúmenskur matur. vegna hita þurrkuðu gestir af sér svitann í gríð og erg með servíettum en eftir þessa veislu, sem flestir íslendingar eiga að venjast eftir hjónabandsvígsluna, var náð í stól þar sem brúður og brúðgumi skiptust á að næla blómum í brjóst brúðarmeyja, -sveina og tengdaforeldra. allt klappað og klárt og stillt upp í "skrúðgöngu". fremst fór jólatréð, því næst stúlka með handklæði á öxlinni og köku á fati og önnur með spegil. á eftir fylgdu brúðhjón og fylgdarlið, harmonikka, fiðla og sneriltromma og loks aðrir gestir. gengið var fylktu liði að kirkjunni þar sem athöfnin fór fram undir leiðsögn að mér sýndist þriggja presta. settar voru kórónur á brúðhjónin, gengið hring um altari eða borð á meðan kastað var hrísgrjónum yfir allt saman. eftir að vera gefin saman fór nýgift parið svo út fyrir kirkjuna þar sem þau slepptu hvítum dúfum og kakan var svo brotin enn á ný yfir höfði brúðarinnar og dreift meðal gesta. og til baka fór skrúðgangan að heimili brúðhjónanna þar sem við tók partý. jólatréð var svo skilið eftir við lóðarmörkin þar sem því var ætlað að standa í að minnsta kosti eitt ár. rúmenskt sveitabrúðkaup í örmynd séð með augum íslendings.

hitti svo fleiri ættingja, heillaðist enn meir af sveitahefðunum, vínbruggun, ostagerð, húsdýrum og ávaxtatrjám, sólbrann á vaði í á og fékk fínasta heimabrugg í langþráðum kulda vínkjallara afans.

kom heim í borgina um kvöldmatarleytið og held aftur út á lestarstöð eldsnemma í fyrramálið. svo margt sem þarf að sjá.

Friday, July 1, 2011

lóan er komin og farin

vorboðinn ljúfi flaug alla leið til rúmeníu til að heimsækja vínkonu sína sem ég kunni að sjálfsögðu mikils að meta. ég mætti með skilti á flugvöllinn (fagurmálað "GIÐA"), hélt í smá stund að þetta væri allt saman grín og að ég myndi þurfa að bíða allt kvöldið án árangurs. en svo kom lóa litla og ég dró hana með mér upp í strætó (að sjálfsögðu án þess að borga) því nær ómögulegt er að taka leigubíl frá flugvellinum án þess að vera svikinn eins og ég komst svo rækilega að í upphafi minnar ferðar.

við skáluðum í freyðivíni og fórum svo í sundlaugarpartý í buskanum þar sem glimmerhúðaðar skvísur í neon sundfötum dilluðu sér á sýningarpöllum. ekki alveg okkar tebolli svona eftir á að hyggja. næstu daga var mjög heitt og við hjóluðum, náðum okkur í smá tan, skoðuðum smá söfn, gyða fékk að kynnast sígaunum og flækingshundum og öllu því rúmenska sem ég er löngu hætt að kippa mér upp við. drukkum íslenskt brennivín með rúmenskum og japönskum vinum í hringlaga húsi, ætluðum til búdapest en hættum svo við, sigldum á gosbrunn og urðum rassblautar, borðuðum allskonar góðan mat, drukkum vatnsmelónulímonaði og rósavín í steikjandi hita. dönsuðum við brit-pop slagara og bröltum heim í morgunsárið með blóm í hárinu.

laugardagsmorgunn mættum við ósofnar á gara de nord og héldum af stað upp í fjöllin. fengum líkamlegt sjokk að stíga út úr lest í sinaia og vera komnar úr 40 stiga hita yfir í 10 gráður. fyrsta sem mætti okkur voru tveir agnarsmáir kettlingar sem skildir höfðu verið eftir við lestarteinana til að bíða ógeðfelldra örlaga sinna. þar sem okkar annars ísköldu hjörtu bráðna aðeins þegar gamalt fólk eða dýr eiga í hlut gátum við ekki skilið þá eftir heldur kúrðu þeir í fanginu á okkur þar til við komum að stórri höll en þá fundum við þeim stað í hallargarðinum og vonuðum að þeir myndu finna sér eigendur í nágrenninu. höllin hins vegar var hin ótrúlegasta! fyrsta evrópska höllin með rafmagn og innihélt hún því rafmagnsljósakrónur, lyftu og fleira rafmagns-kyns. þar voru allskonar lúxus herbergi eins og te-herbergi í austurlenskum stíl, reyk-herbergi með vatnspípum í tyrkneskum stíl, tónlistar-herbergi með flygil, sembal og hörpu svo eitthvað sé nefnt. smá myndir:





keyptum svo ljótar kitch dýrastyttur í safnið og hoppuðum aftur upp í lest. út á næsta stoppi sem var busteni sem er staðsett í vægast sagt dramatískum fjöllum og trónir risavaxinn kross á fjallstoppi yfir bænum. vakti smá óþægilega tilfinningu hjá mér en ég held að gyða hafi verið gjörsamlega að fríka út þann tíma sem við eyddum í viðkomandi bæ. fórum að skoða kirkju sem var inni í skógi og mættum á leiðinni skógarbirni að gæða sér á kanínu við göngustíginn. nei ok það var sagan sem ég vildi að ég gæti sagt en í raun var að koma stormur þegar við lögðum af stað inn í skóginn og við vorum svolítið stressaðar eftir "VARÚÐ HÉR ERU MARGIR BIRNIR!" skiltin svo þegar við töldum okkur sjá eitthvað órætt í fjarska sem hreyfðist hlupum við til baka og rétt náðum inn á twin peaks-fjallakofa-veitingastað áður en stormurinn skall á með látum.



gistum í heimahúsi sem er algengt á stöðum sem þessum, en utanfrá leit húsið út fyrir að vera í eigu krúttkonu með blómum skreytta verönd og dúllerí. okkur mætti hins vegar hinn undarlegasti maður sem var appelsínugulur á litinn með gullkeðju um hálsinn en skrýtnast var hárið sem var aflitað og rakað stutt fyrir utan örþunnan topp að framan sem sveigðist í fíngerðan boga fram á ennið. hann vísaði okkur á herbergið sem við fengum sem var í öllum regnbogans ósmekklegu pastellitum, greinilega mjög vel útpælt með glitrandi gegnsæar gardínur og tilgangslausa skrautmuni. rúmið var svo klætt bláum satínrúmfötum með rósamunstri. ég var svo þreytt eftir síðustu daga að ég svaf eins og ungabarn en ég held að gyða hafi ekki sofið mikið af ótta við að appelsínuguli maðurinn myndi byrla okkur svefnlyf og ræna okkur í mansal.

það gerðist hins vegar ekki og við héldum til brasov morguninn eftir. þar neyddumst við til að hoppa í tvær búðir til að kaupa okkur peysur því það var enn svo kalt. gyða var nú þegar komin í fínustu snjóhvíta og appelsínugula hlaupaskó. borðuðum serbneskar pylsur og tókum svo rútu til bran en þar er hinn margumtalaði drakúlakastali staðsettur. mjög fín miðaldabygging en því miður voru húsgögn af skornum skammti og frá hinum ýmsu tímabilum svo heildarmyndin var ekkert frábær. aftur heim til búkarest.

síðustu dagana gerðum við svo grínkaup í second-hand búðum og eignuðumst gersemar á 80-200 kr, fórum á ódýrasta ruslaklúbb búkarestborgar þar sem fylgdi hálfur gin og tónik með 200 kr bjórnum. ég fylgdi svo gyðu út á flugvöll þar sem við ræddum 2-3-toppur klippingar á karlmönnum og ég laumaði allskonar dóti í töskuna hennar til að létta á minni þegar þar að kemur.

hef loksins látið undan og fjárfest í flugmiða en leið mín liggur til feneyja 17. júlí. svo barselóna og amsterdam. elsku námslán, TAKK FYRIR AÐ VERA TIL.

ps. gleymdi að taka fram að ég talaði við alþjóðafulltrúa skólans og krafðist erasmus-nemendasýningar sem við svo viðeigandi náðum að smella upp á sjálfan 17. júní.

Sunday, June 12, 2011

plastic rain clothes

það vantar heitt vatn í eldhúskranann minn í dag. gullfiskaheilanum mínum er búið að takast að gleyma því að minnsta kosti fimm sinnum sem hefur orsakað vatn og kaffi ítrekað upp um alla veggi. (því ef skrúfað er frá spýtist mikið loft út um kranann..)

annars hef ég ekki margt að segja, ég elska nýja hjólið mitt


og ég bíð spennt eftir að fá gyðu í heimsókn


byrjuð að plana heimferð sem verður vonandi svona:
- ég og ana maria förum til feneyja í 3 daga á tvíæring og í almennan lúxus
- förum svo saman til barselóna í nokkra daga þar sem hún hittir spænskan vin og ég heimsæki elsku hrönn
- þar skilja leiðir og ég held ein til amsterdam í 3 daga eða svo
- svo bara, uhm heim?

veit ekki með ykkur en mér finnst þetta allavega snilldarplan!

hér er svo smá sýnishorn af því sem ég er búin að vera að gera í skólanum:

aquaforte-prent + stensill og sprey
þetta fékk ég að gera í staðinn fyrir að fara í bóklegu kúrsana sem voru allir á rúmensku. stórgott.

og eitt vídjó sem varð til fyrir tilviljun einn föstudagseftirmiðdag í garðinum:

Monday, May 30, 2011

borða. drekka. njóta.

ó rúmenska sól hvað ég elska þig áður en þú verður 50 gráður.

bjó til eitt vídjó með erasmus vinkonum mínum sem lítur óvart svona út:
úps

hér hefur margt skemmtilegt gerst síðustu daga. matarboð, brotinn stóll og hlátur undir borði, sýna list á annarra manna listasýningum, eftirpartý með allskonar hljóðfæraleik og snúningar á dansgólfum.

síðasta fimmtudag vaknaði ég eldsnemma, gaf gullfiskunum mínum morgunmat sem þeir eiga ekki annars að venjast og hljóp út á gara de nord. íslenskt-lettneskt-pólskt föruneyti á leið til fjallabæjarins brasov. ekki þau bestu í ferðaplönum en við vorum svo svöng þegar við komum að við byrjuðum á að borða, fórum svo að rótum fjallsins þar sem nafn bæjarins stóð reist hvítum hollywood stöfum til að taka vagn upp á topp og njóta útsýnis með freyðivín en þá hafði síðasta ferð nýlagt af stað. fórum þá að skoða svörtu kirkjuna sem var alls ekki svört en hún var víst svört eftir bruna sem var einu sinni í borginni (segi ég af leti án þess að staðfesta þær heimildir) og var svo þrifin. hún var líka lokuð en mjög fín að utan samt sem áður. við röltum þó og gengum strada sforii sem þýðir reipis-gata (mjög asnalegt á íslenskri tungu) en hún er 82 metra löng með háa húsveggi báðum megin og aðeins 1.32 metra breið sem þýðir að hægt er að snerta báða veggi meðan maður gengur hana. kíktum svo í gamalt-dót-búð og fengum okkur ís og bjór (ekki í búðinni samt). tókum rútu til baka sem var klukkustund fljótlegra en lestin en án möguleika til að standa upp og teygja úr sér. ef þefskyn mitt var ekki að leika mig grátt þá get ég svarið að bílstjórinn kveikti sér í einni vænni og grænni við stýrið þegar við nálguðumst búkarest.

á laugardaginn var svo opinn dagur listaháskólans. hönnunardeildin er í byggingum sem liggja í hring og skartar rosa fínum garði í miðjunni með skúlptúrum nemenda. þar var slegið upp tjöldum og básum með allskonar fínu til sýnis og sölu í boði nemenda, byggingarnar voru opnar til að skoða aðstöðu, börn gátu litað og málað og hægt var að blása gler fyrir smápening. fullur garður af fólki frá morgni til kvölds, músík, bjór og grill. FRÁBÆRT PARTÝ sem LHÍ gæti lært eitthvað af.

um kvöldið var svo árlegt ball arkitektúrskólans en það er einn heitasti viðburður ársins hér í borg. þar er alltaf þema og við maria settum blóm í hárið og fórum sem hippar.

núna er svo síðasta vikan í skólanum áður en kemur að sýningum og prófum. til stóð að allir erasmusnemendur héldu sýningu saman næsta mánudag en nú kom í ljós að skólagalleríið er víst ekki laust, hvernig sem það fór framhjá alþjóðafulltrúanum.., og því gæti svo farið að við höldum sýninguna í í gallerí eyjafjallajökull því íbúðin mín er fátæk að húsgögnum og hentar ágætlega til svona uppátækja. neyðin kennir naktri konu...þið vitið. velkomin til rúmeníu.

Sunday, May 15, 2011

sometimes, reality is the strangest fantasy of all

á ben frost voru engir íslendingar. ben sjálfur var samt hress og spurði mig oft hvort það væri ekki gaman. sem það var en ég náði ekki að draga neinn vin með mér svo ég fór heim beint eftir tónleika. í mestu rigningu sem ég hef augum litið. mjög viðeigandi eftir músík kvöldsins þó.

8. maí var bekkurinn með sýningu á silkiprentmyndum. komst að því að tveimur vikum fyrr hafði minn hópur nú þegar sýnt prentin á rockolective hátíð í nýlistasafninu og selt eitt prent á 60 evrur. undarlegt. en gaman. seldum svo víst meira á opnuninni og er óskandi að skólinn láti þessa peninga ekki renna í eigin vasa heldur láti okkur njóta góðs af. það er samt ekki sjálfgefið hér í borg skal ég segja ykkur.

rigningardagar sem fylgdu á eftir voru ekki þeir skemmtilegustu en ég ákvað þó að bregða mér í karakter og aðstoða bekkjarsystir mína við gerð ljósmyndaseríu úr kvikmyndinni blow up. þar sýndi ég frábæra leikræna takta en kennari úr skólanum var mótleikari minn sem verður að viðurkennast að var smá vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess sem ég var hávaxnari en hann og þurfti því að beygja mig til að virðast minni. útkoman var á þessa leið:





meðan veðrið var vont fór ég í bíó, var heima að mála eða á opnunum að skála. en sólin kom og allir fóru aftur út að leika. hjóla í sólinni eða sitja í garði með góðu fólki. núna fer þó önnin að klárast og prófin að byrja sem í mínu tilfelli verður með einhverju sérhönnuðu sniði býst ég við. prófatíð er út júní en eftir það hef ég (næstum) ákveðið að halda íbúðinni minni út júlí líka og fara í ferðalög um landið. þarf að sjá meira af fjöllunum og svartahafinu.

í gær horfði enginn á júróvísjón. og ég kaus ekki vini sjonna. það var safnanótt sem þýðir að öll söfnin og lestirnar eru opin alla nóttina svo allir voru úti og það var músík og fjör. lenti svo í fyndnu atviki á barnum síðar um kvöldið en þá hitti ég rúmenskan mann sem var uppalinn í svíðþjóð, hann var á barnum með dönskum manni og fyrr um kvöldið höfðu þeir hitt finna og norðmann. höfðu einmitt verið að ræða sín á milli að þeir þyrftu bara að rekast á íslending til að vera komnir með alla skandinavíu. ég vakti því einskæra lukku hjá þessum mönnum en ég held ég geti sagt með vissu að ég sé eini íslendingurinn búsettur hér í borg. allavega á mínum aldri.

í dag er aftur sól og 25 gráður. nokkuð gott.

Tuesday, May 3, 2011

crazy japan in condom panic


mér líður pínulítið svona í dag.

að baki eru rosa góðir dagar, útivera, músík, sól, bjór og góður félagsskapur.

1. maí er alltaf mikið partý við svartahafið á stað sem heitir vama veche en þar er spilað eitthvað músíksull, fólk tjaldar, grillar, dansar og tilheyrandi. ég var ekki mjög spennt fyrir því í fyrstu en ákvað að skella mér með skiptinemastelpunum. við fórum með tveimur strákum í farartæki á stærð við póstbíl sem var innréttaður með einni dýnu og sængum og teppum. þar sátum við fimm stelpur í hrúgu að reyna að sulla ekki niður bjór á meðan afturhurðin sveiflaðist fram og til baka því ekki var hægt að læsa henni. fyrirtaks ferðamáti fyrir 4 klukkustunda ferðalag!

ég ætla ekkert að reyna að blekkja ykkur og segja að ég hafi verið í bullandi sól og sjósundi en það sem við tók var eitthvað svipað og íslensk útilega. ullarpeysa, varðeldur og hafgola. mér áskotnaðist eitt stykki rottweiler hvolpur eins og þessi

sem var félagi minn það sem eftir lifði kvölds en fann svo eigandann daginn eftir. mátti samt eigann ef ég vildi. aaaiii.

mánudagurinn var langur og skrýtinn en við þurftum að bíða til sólarlags til að forðast umferð og lögreglur á bílnum. þá skriðum við aftur í bílinn eins og hermenn á leið heim úr stríði, rennandi blaut eftir alvöru þrumuveður.

í dag er ég því að gera mitt besta til að verða venjuleg aftur og koma mér að verki.

komst að því að ben frost er að spila á control club á laugardaginn sem gaf mér pínulitla vonarglætu um að hitta kannski íslending eða tvo hér í borg.

Tuesday, April 26, 2011

borðaðu grasið þitt með ljós í hjarta

kristur er endurfæddur, mikið rétt og allir fyllast ljósi og kærleik og borða rosalega mikinn mat.

allt fram á laugardag hélt ég að ég myndi eiga frekar einmana páska í búkarest sem hljómaði samt ekki svo illa fyrir utan páskaeggjaleysi. eggið er enn á sveimi einhversstaðar því þar sem ísland er ekki í evrópusambandinu þarf pakkinn að fara á spes pósthús í úthverfi búkarest áður en storkurinn flytur það til mín.

á laugardagsmorgun vaknaði ég í sólinni og fékk páskaboð frá george. við pökkuðum í snatri og héldum á gara de nord þar sem við tókum lest til heimabæjar hans focsani. foreldrar hans tóku brosandi á móti okkur á lestarpallinum og við fórum á æskuheimilið hans sem var mjög fínt rúmenskt heimili. pabbi hans talar smá ensku en mamma hans enga svo helgin fór fram með annars konar tjáningarmáta en yfirleitt tíðkast en það er hægt að komsast ansi langt á takk og brosi.

áður en lengra er haldið skal taka fram að eftir tvær vikur hér í borg tók ég ákvörðun um að eftir ár án kjöts skyldi ég nú fara alla leið og kynnast rúmenskri menningu sem best en rúmensk matargerð byggist nær eingöngu á kjötmeti.

næst kem ég því að matartímanum. við byrjuðum á hefðbundinni nokkurs konar kjötsúpu, því næst kom sarmale

en það er hakkað kjöt og grænmeti og hrísgrjón vafið inn í lauf eða kálblöð. eftir það kom einhvers konar kæfa (þarna var ég löngu orðin södd) sem er svipuð og paté sem allavega mamma mín gerir fyrir jólin, og loks brauðkennd kaka með núggatiröndum. allt bragðaðist þetta mjög vel!

eftir mat keyrðum við gegnum pínulítið þorp, fórum út og skoðuðum vatn við eina virkjun, fórum í klessubíla í litlu tívolí og svo heim í meiri mat. á miðnætti fóru allir úr þorpinu í kirkjugarðinn með kerti að ná í ljós fyrir páskahátíðina, sem þau báru svo heim og létu loga í smá stund. mjög falleg hefð.

páskadagsmorgunn hófst á heitri mjólk með hunangi, fallegum rauðum lituðum eggjum sem sem fylgir önnur lítil hefð en tvær manneskjur þurfa að taka sitthvort eggið, önnur segir "kristur er endurfæddur", hin svarar "já það er rétt" eða eitthvað á þá vegu og svo slærr hinn fyrri með sínu eggi í hitt og reynir að brjóta það. svo öfugt. með þessu var svo meiri kaka.

fórum í ferðalag í lítið þorp þar sem amma og afi george búa og keyrðum gegnum fullt af litlum pastelmáluðum sveitaþorpum með sígauna og hesta og önnur fínheit. amman og afinn búa í rosa sætu hefðbundnu rúmensku húsi með munstruð teppi og dúka og húsdýr, hlöðu, kamar og tilheyrandi. enn og aftur borðað mjög mikið. eftir mat fórum við svo að skoða einn garð í kringum safn tileinkað tónskáldinu george enescu (en svo skemmtilega vill til að í búkarest bý á á str. george enescu nr 40) og svo löbbuðum við í skóginum og óðum í á sem var mun heitari en íslenku lækirnir...á leiðinni til baka stoppuðum við í nokkrum bæjum, meðal annars einum þar sem býr fullt af gömlu fólki því þar eru allskonar uppsprettur af vatni með lækningamátt. eftir að hafa smakkað öll vötnin sem voru um 10 talsins og hvert öðru saltara og skrýtnara, sem við ýmist spíttum út úr okkur eða píndum ofaní okkur því það var talið gott fyrir augun, komumst við að því að síður en svo voru þau öll ætluð til að drekka heldur eins og í augnvatnstilfellinu ætluð til að þvo augun með og lækna. og auðvitað borðuðum við svolítið meira þegar við komum heim.

mánudagsmorgunn hófst á morgunmat, svo sóttum við annan george, keyptum ís og keyrðum svo útúr bænum að skoða lítil þorp og fjöll og læki. enduðum á stað þar sem er að finna náttúruleg gös sem koma upp úr jörðinni og þar kveikir fók eld. ef maður rótar í sandinum stækkar eldurinn. mjög skrýtið. en sígaunar og allskonar "skrýtið" fólk kemur þangað og grillar mat en það er ekki mjög heilsusamlegt. heim að borða meira. allskonar mat og kirsuberjaköku mmmm.

send heim með kossum, matarpakka frá foreldrum og heimboði í framtíðinni. frábær páskahátíð!

í dag braut ég svo upp póstkassann og fékk einhvern tæknikall í blokkinni á móti til að setja upp nýjan lás fyrir mig. keypti handa honum kippu af bjór í staðinn.

Friday, April 22, 2011

22. apríl 1998

dyrasíminn hringir með hljóði sem minnir á reykskynjara og fyrir utan er mættur maður frá símafyrirtækinu. ég ýti á núll til að hleypa honum inn og stuttu seinna birtist hann í dyrunum. miðaldra, með góða bjórvömb, í gallavesti með verkfæratösku og langa snúru. hann segir halló og gengur í bæinn, er ekkert að eyða tíma í spjall um veðrið eða annað hversdagslegt heldur dregur upp stærðarinnar steinbor og smellir einni holu í vegginn fyrir ofan dyrnar að íbúðinni. lítur í kring um sig, skoðar dyrakarminn á næstu hurð og er ekki viss í fyrstu, ríður svo á vaðið með borinn á ný í eitt hornið. skipar mér að loka glugganum, biður um stól sem vill svo til að er aðeins til í formi viðkvæms strákolls úr eldhúsinu en hann hikar ekki þó líkamsástand hans bendi til þess að téður stóll muni ekki standast álagið. það sleppur fyrir horn meðan hann þræðir snúruna gegnum holurnar tvær. kastar úlpunni sinni á rúmið mitt, tyllir sér fyrir framan tölvuna og tengir snúruna við. lætur mig skrifa undir eitthvað blað þar sem nafnið mitt er prentað GISLADOTTIR DORA GRUND, slær inn lykilorð og hviss bamm búmm, tenging hefur náðst við veraldarvefinn. segir bæ og skilur mig eftir með skítugt gólf en fínustu nettengingu.

þetta gerðist reyndar núna áðan, föstudaginn langa árið 2011. hér er fólk ekkert að gera kröfur um ósýnilegt internet út um alla íbúð. kippir sér heldur ekkert upp við að mæta í vinnuna á föstudaginn langa. ég held að allt sé opið í dag. líka pósthúsið sem lét mig mæta klukkan 8.30 í morgun til þess eins að segja mér að þeir hefðu ekki fundið pakkann minn frá íslandi með páskaegginu.

:(

en sem betur fer keypti ég mér súkkulaðihænu til vonar og vara sem er með einhvers konar surpriză inní. vonandi er það ekki eitthvað í anda "happy ending massage" eins og virðist vera svo vinsælt hér..

páskakveðja,
eilífðarstarfsmaður á grund

Sunday, April 17, 2011

tileinkað gyðu lóu

í gærkvöldi komst ég að því að batman hefur fært höfuðstöðvar sínar til búkarest, nánar tiltekið í hverfið mitt:



ég býst við frábærum nágrannaböndum og er strax farin að plana matarboð og vídjókvöld.

annars hef ég komist að helsta menningarlega muninum á rúmensku vinum mínum og mér.
-þau nota mjólk og mikinn sykur í kaffið sitt og drekka það hægt.
-ég vil kaffið mitt heitt og svart og drekk það því hratt.

get samt ekki sagt að þetta valdi menningarlegum árekstrum í vinskap okkar.

í síðustu viku fór ég að ná mér í alvöru internet og skrifaði undir samning. eina sem vantar er að mennirnir frá internetfyrirtækinu komi og setji netið upp í íbúðinni. þolinmæði er mikilvægur eiginleiki hér í borg. jafnframt held ég að rúmenar þekki ekki hugtakið um stundvísi. ekki einu sinni kennarinn mætir á réttum tíma heldur 15-20 mínútum of seint. þetta fyrirkomulag hentar mínu tímaskyni því einstaklega vel eða kannski of vel.

á föstudaginn fór ég í litir og föndur og keypti mér allskonar teiknidót. nú þarf ég bara að byrja á þessum ansans sjálfsmyndum. um kvöldið fór ég í partý í einhverju iðnaðarhúsnæði þar sem var sýning og partý á vegum mccann og annarrar auglýsingastofu og cinnamon chasers voru að spila. vaknaði með 3D gleraugu í veskinu sem var afar ánægjulegt.

annars er ég hugfangin af þessu: http://www.youtube.com/watch?v=_0LRBUa6sf4&NR=1
og þessu: http://abandonedplaces.livejournal.com/1651741.html

en í pripyat sem er rétt fyrir utan tchernobyl eru dýrin farin að hreiðra um sig í borginni sem hefur staðið næstum ósnert í yfir 20 ár.

í dag er komin sól aftur eftir frekar gráa viku. það kallar á göngutúr!

Monday, April 11, 2011

á samning við djöfulinn

sena úr lest:

út um gluggann sjást skógi vaxnir fjallstoppar, múrsteinsþök hvert ofan í öðru, sígaunar með hestvagna og húsdýr á engjum. veðurbreytingar við hverja einustu stoppistöð. föruneyti fimm ungmenna til Sibiu sem svipar til þýsks smábæjar með steinlagðar, þröngar, hlykkjóttar götur. tveir úr hópnum keyptu ekki miða í lestina heldur hittu miðavörðinn í farþegarými 1 og borguðu honum svart í vasa. við hliðiná mér sest blindur maður sem brosir og hámar í sig nestið sitt. og svona hélt þetta áfram næstu 7 klukkustundirnar því rúmenskar lestir ferðast sjaldnast hraðar en 40 km/klst. það var mikið á sig lagt fyrir eina leiksýningu en ó svo sannarlega þess virði.

við komum um 6, fundum hostel-bar í bænum sem var næstum óhugnanlega kvikmyndagerðarvænn og fundum þar heimamenn sem gátu veitt leiðsögn í leikhúsið sem var í stóru verksmiðjuhúsi í útjaðri bæjarins. sýningin stóð frá 8 til 10 og fór auðvitað fram á móðurmálinu en það skipti engu máli, bæði því ég þekkti söguna sem var FAUST og því upplifunin var að mestu leyti sjónræn og hljóðræn (en ekki skilningur á orðum). þið getið ímyndað ykkur rauðmálaðan, hálfnakinn djöfulinn að tala á rúmensku inni í hausnum á ykkur. já einhvernveginn þannig.

leikmyndin var virkilega flott, mjög hreyfanleg og í miðri sýningu var hún opnuð upp og gestum boðið að ganga í gegn og inn um hlið helvítis þar sem tryllingurinn hélt áfram með loftfimleikamönnum, spúandi eldi og snarbrjálaðri tónlist. ég hef aldrei upplifað aðra eins leiksýningu enda margverðlaunuð og -lofuð. hér er smjörþefurinn:

http://www.youtube.com/watch?v=bXU78K6XSwg

eftir sýningu fórum við agndofa í bjór á hostelbar, borðuðum svo miðnæturkvöldmat á eina opna veitingastaðnum sem við fundum, röltum hlykkjóttar götur meðan við biðum eftir lestinni til baka sem lagði af stað kl 3.15. mögulega lengstu 7 klukkustundir lífs míns. komin til baka um 10 í morgun og beint heim í lúr. það má bera þetta saman við að keyra fram og til baka á egilsstaði til að fara í leikhús.

annars var helgin í heild mjög góð, var á silkiprentnámskeiði í galeria posibila (sem rekur "half-full" bókasafnið sem sérhæfir sig í silkiprentmyndasögum) á föstudag frá hádegi til miðnættist, skálaði smá í góðum hóp eftir harða vinnu og svo aftur á verkstæðið að klára á laugardaginn. tókst svo um kvöldið að gera fyrsta vídjóið mitt síðan ég kom hingað, en við fengum sem verkefni yfir önnina að gera þrjú einnar mínútu vídjó. stórgott!

ég er alltaf að velta fyrir mér tungumáli þeirra rúmena og eitt sem mér finnst mjög skemmtilegt er hversu duglegir þeir eru að nota endinguna "rie" eða "rí" á íslensku sbr. bakarí. hér er hægt að fara í klipperí og kringlerí og jafnvel pelserí, og finnst mér að íslendingar ættu að vera duglegri að nota téða rí-endingu.

Sunday, April 3, 2011

og þá var kátt í höllinni

ég afmeyjaði heimilið á föstudaginn og hélt innflutningspartý.
það mættu um 20 manns, við sátum á gólfinu, skáluðum í sjampó, krotuðum í gestabók, gerðum allskonar plön sem sennilega aldrei verða framkvæmd, og höfðum almennt gaman til 7 á laugardagsmorgni. engar kvartanir frá nágrönnum sem mig grunar að séu allir 70+ ef marka má öll skiptin sem ég held dyrunum á blokkinni fyrir eldri borgara á leiðinni inn og segi "bună ziua" og þau brosa krúttlega og segja "mulţumesc".

fékk tvo kærkomna vini til aðstoðar við þrif daginn eftir en allan daginn leið mér eins og þessu dýri:

og endaði kvöldið á experimental drone event á control club sem var alveg viðeigandi.

það er svo skrýtið hvað mér líður vel hér og sakna íslands ekki neitt. þetta er eins og að vera í ástarsambandi sem maður veit að mun enda.

en ég lofaði myndum:


þetta er svefnherbergið / stofan

fyrirmyndareldhús

baðherbergi

já þetta er smá tómlegt eins og er en mun vaxa og dafna með tímanum.

langar að skrifa allskonar áhugavert en það verður að bíða því ég þarf að sinna svo mörgum verkefnum fyrir skólann.
la revedere

Saturday, March 26, 2011

að gera eitthvað skrýtið við látna ættingja móður einhvers

svona eiga rúmenar fáránleg blótsyrði

nú sit ég með stolið internet og drekk fyrsta kaffibollann í nýju heimkynnum mínum á áttundu og efstu hæð. eftir margar hryllingsferðir í hinar og þessar íbúðarholur fann ég einstaklega fína eins manns íbúð með stórt eldhús og stóra glugga í gömlu hverfi miðsvæðis í borginni. svo þið getið byrjað að panta flugmiðana, ég er í stakk búin að taka á móti gestum!

ég er byrjuð á prentverkstæðinu þar sem ég hef tvo gamla reynda og tvo yngri aðstoðarmenn að hjálpa mér með verkefnið mitt en þeir prenta líka sjálfir, meðan þeir keðjureykja og þræta um hvernig sé best að gera hitt og þetta.

í ljósmyndun erum við að vinna í hópum og förum á silkiprentnámskeið í næstu viku. í þeim tímum eru allir alltaf inná klósetti að reykja (en það eru allir síreykjandi allstaðar hér) og ég er að hugsa um að stofna gallerí þar inni í anda gallerí skítur og kanill. shit and cinnamon gallery? eða ekki.

vídjótímarnir eru að mestu leyti ekki til staðar. ég hef ekki alveg áttað mig á því kerfi en á þriðjudögum og miðvikudögum þegar eiga að vera vídjótímar og ég mæti og finn hvorki kennara né nemendur þá fer ég niður á prentverkstæði í staðinn.

mér skilst að ég eigi líka að vera í teiknitímum einu sinni í viku en þar er sama sagan að kennarinn mætir mjög sjaldan en sendir út verkefni. fyrir mánudaginn á ég að teikna sjálfsmynd. ég skil ekki alveg tengslin við ljósmyndun en hvað um það.

krakkarnir í bekknum sögðu mér að fyrir nokkrum árum kom stelpa frá danmörku sem skiptinemi á fyrsta ári. hún átti upphaflega að vera eina önn en varð ástfangin af rúmenskum strák, kláraði öll þrjú árin úti og gifti sig svo og býr í búkarest í dag. (engar áhyggjur mamma)

varð vitni að rúmenskri jarðarför um daginn alveg óvart og komst að því að kistan er opin í þeirra athöfn og þegar líkbíllinn ók hægt í burtu með ættingjana í halarófu á eftir fékk ég að líta augum hinn látna í skottinu. frábær tímasetning. vinur minn sagði mér svo að þegar manneskja deyr er hún "geymd" á heimili ættingjanna fram að jarðarför en ekki í líkhúsi, en það geta verið um 3 dagar og á meðan þarf að hylja alla spegla í húsinu og einnig á líkbílnum. einhverstaðar í rúmeníu er svo kirkjugarður þar sem allt er málað og skreytt og marglitað, nokkurs konar gleði-kirkjugarður en þangað fer ég vonandi í heimsókn.
hér er mynd:



glæsilegt?

veðrið hér er eitthvað búið að leika íslenska leikinn en það kom 16 stiga hiti og sól í 2 daga og svo aftur kalt í í viku. núna er vorið samt alveg komið held ég og ég þarf að finna mér gluggatjöld.

innlit-útlit uppgjör á heimilinu kannski í næstu færslu.
ble

Sunday, March 20, 2011

maðurinn í ruslageymslunni

Ion Barladeanu var heimilislaus og bjó í ruslageymslu í kjallara á kommúnistablokk í búkarest. þar notaði hann hvers kyns tímarit og prentað efni til að búa til collage/klippimyndir, yfirleitt tengdar Ceausescu og kommúnisma en hefðu myndirnar litið dagsins ljós fyrir byltinguna 1989 hefði téður Ion sennilega ekki hlotið það lof sem hann hefur fengið eftir að hann var uppgötvaður 2007. núna er hann ríkur og frægur og hefur hitt Angelinu Jolie en vinur minn sagði mér að hann lifði enn eins og heimilislaus og vinnur áfram í klippimyndunum sínum.









Ion Barladeanu er fyrsti rúmenski myndlistamaðurinn sem ég kynntist hér. flottur.

Sunday, March 13, 2011

lúxus

vorið kom í gær
YNDISLEGT

og ég var einnig bitin í höndina af hundi á karókíbar. mín mistök að ætla að klappa honum smá. ekkert alvarlegt. ekkert blóð.

síðasta vika er búin að vera mjög skemmtileg, krakkarnir í bekknum mínum eru afar vinaleg og ég er nú þegar búin fara í tvö partý með kennurunum mínum. við gáfum út blað á föstudaginn sem ég get kannski deilt í gegnum veraldarvefinn á næstu dögum. núna mun samt námið byrja á rúmensku svo ég þarf að finna mér góðan túlk innan bekkjarins. fæ samt að gera sjálfstætt ljósmyndaverkefni með öðrum kennara sem er víst einn þekktasti ljósmyndari rúmeníu og heitir iosif kiraly http://www.iokira.com/ gaman það!

á þriðjudaginn fór ég í smá ferðalag með tveimur strákum úr bekknum mínum. þeir fóru með mig að skoða vötn og garða í borginni og svo reyndum við að komast inn í einhverja stóra byggingu sem leit út eins og fangelsi, það litla sem við gátum skoðað að innan. held þetta hafi samt verið höfuðstöðvar dagblaðs.
annað vatnið sem við heimsóttum var búið til sem niðurfall gegn flóðum í borginni og var látið fara yfir kirkjugarð. úti í vatninu er svo lítil eyja með leifum af einhverskonar tjörn og skrauti úr kirkjugarðinum. þarna í kring eru líka rosalega margir hundar og heimilislaust fólk býr við göngustíginn í endurvinnslukofum.



klúbba-dóra er núna búin að fara á þrjá stóra klúbba. studio martin sem var einu sinni bíóhús en þar voru electro dj-ar frá berlín að spila og ég ekki alveg á þeim dansskónum. kulturhaus sem er frekar nýr og mjög stór er svo annar sem spilar mainstream rokk a la 10. bekkjarpartý og mér leiddist. súper ódýrir drykkir samt, 5 lei sem er 200 kr! control club líkaði mér best við en þar var góð músík og bæði dansgólf og nóg af sófum og borðum. kom inn á einhverja drone tónleika sem var alveg kúl og svo var bekkjarbróðir minn að dj-a eftir það og er greinilega fær. í gær fór ég svo á téðan kaókíbar sem er bara rétt hjá heimavistinni en það var mjög fyndið því þar er bara sungið rokk-karókí og mjög misvel eins og gefur að skilja.

ég er búin að vera ein í herberginu alla helgina sem er dásamlegt. er því búin að spila mína tónlist og elda minn mat án þess að vera með þrjár manneskjur ofan í mér en þær fóru allar heim til foreldra sinna yfir helgina.

núna er ég að fara að hitta einhverja kids úr bekknum í kaffi á efstu hæð í höllinni hans ceausescu og fá mér göngutúr í góða veðrinu.

alright bæ

Sunday, March 6, 2011

it's my life - bon jovi

þetta er seriously í dúndrandi spilun í næsta herbergi. fleira vinsælt er U2, coldplay og robbie williams.

ég hef fundið mér samastað. íbúð 2 mínútur frá skólanum, stór með baðkar og svalir og allt sem ég óskaði mér. fer reyndar á blint stefnumót hvað meðleigjendur varðar en stelpurnar 2 sem búa þar núna eru báðar að fara út í mars svo það koma tveir nýjir inn með mér í apríl. ég vona að þau séu áhugafólk um eldamennsku og rauðvín og almennan lúxus.

á föstudaginn ákvað klúbba-dóra að gefa djamminu séns. fór út með pólsku vinkonum mínum (þær heita agnieszka og ursula en verða héðan í frá kallaðar aga og ula) á einhvern subbulegan kulturhaus klúbb en barúlfurinn játaði sig sigraðan eftir 15 mínútna bið eftir fatahengi og dró þær á einhverja deftones-queens of the stone age-aldamóta-rokkbúllu sem var nú ekki merkileg en þar voru allavega laxableikir veggir og fínar myndir. svo fórum við á aðeins stærri stað sem var kúl þar sem ég eignaðist vinkonu í flottum skóm sem ætlar að gefa mér allt inside scoop um djammið hér í borg og fékk skot frá sætum barþjóni sem vildi verða kærastinn minn.

tékkaði mollið á laugardaginn sem er eins og risastór debenhamsbúð og þú sérð ekki hvar ein búð byrjar og hin endar og allt er fullt af skartgripum og tekknó-vondulagakeppni í gangi skildist mér. svo fór ég í göngutúr um gamla hverfið sem er bara göngugötur, sumar reyndar ógönguhæfar því þær eru grafnar upp og bara trébrýr yfir moldarskurði, en hverfið er samt mjög fallegt. týndist smá og fann loks calea victorei sem er ein elsta gata borgarinnar sem gatan mín krossar og ætlaði aldeilis að trítla heim en fór þá í öfuga átt og fattaði að ég var á suðurenda götunnar en ég bý við norðurendann. tók samt merkilega stuttan tíma að labba til baka sem er mjög jákvætt og ég veit núna að ég get því farið allra minna leiða fótgangandi ef svo ber við.

í gær horfði ég á rosemary's baby með einhverjum kids hér á heimavistinni.

ætla að gera mér ferð í carrefour stórmarkaðinn sem ég fann loks í gær en það er held ég eini alvöru súpermarkaðurinn hér og er riiiiiiisastór. svo á ég stefnumót við spænska stelpu á blússtað og fer kannski í bíó í ótrúlega fína cinemateque-inu sem ég fann í gær og sýnir myndir frá öllum heimshornum, gamlar klassískar og líka heimildarmyndir og fleira fínt.

búin að læra allskonar nytsamleg orð og setningar eins og til dæmis "vinsamlegast leggið ekki hér þegar búðin er opin".

Thursday, March 3, 2011

APPELSÍNUR!

þær eru svo ótrúlega góðar hér.
annars hef ég ákveðið að borða mikið súkkulaði í búkarest. þar gengur maður allavega að einhverju vísu.
ég er líka svo hrædd við að fara inn á matsölustaði því þá þarf ég að tala.



sá fótalausan mann í dag á hjólabretti. það var erfitt að stoppa ekki og horfa. aðdáunarvert.

ég er búin að hringsóla mjög mikið síðustu daga því það þykir víst ekki mikilvægt hér að merkja hlutina vel. sem dæmi eru metro stöðvar næstum ósjáanlegar þar til þú gengur óvart niður í þær. hef því séð allskonar skrýtið eins og til dæmis útfararstofur sem virðast vera á öðru hvoru götuhorni hér í borg og ósjaldan er gerviblómabúð skellt við hliðiná. þá færðu allt á sama staðnum fyrir útförina. bráðsniðugir þessir rúmenar!

er aftur orðin hrædd við hundana. heyrði bitsögu í gær og varð stressuð að labba með refaskottið mitt um hálsinn í dag af ótta við að það yrði ráðist á mig. ansans skottið kemur mér í vandræði víðsvegar um heiminn.

það er fyndið hvað maður er fljótur að venjast. ég var rétt í þessu að klæða mig í sturtuskóna mína, fara með óhreina uppvaskið, eftir að hafa eldað mér kvöldmat á prímus, inn á klósett og vaska það upp með svampi og einhverskonar uppþvottalegi í föstu formi í baðherbergisvaskinum eins og ekkert væri sjálfsagðara.

á mánudaginn fæ ég svo að byrja að gera list!!


(og já koppurinn var ekkert djók. honum fylgdi líka allskyns barnadót. hún og kæró eru víst byrjuð að safna fyrir börnin.)

Tuesday, March 1, 2011

hvernig skiptir maður um vask?

maddamman á heimilinu var ekki nógu ánægð með mig og sagði að nú skyldi ég skottast út í búð og kaupa vask og skipta um. æiiiiiiii.

dagurinn í gær var samt góður. ég fór í skólann sem er frekar fínn og hitti alþjóðafulltrúann sem er mun betri í ensku en hún gaf uppi í tölvupóstunum. það virðist vera eitthvert samskiptaleysi milli kennara en eftir að við ákváðum að ég yrði í ljósmynda- og vídjódeild þá lét yfirmaður þeirrar deildar mig fá lista með símanúmerum kennaranna og óskaði mér góðs gengis. í staðinn fyrir fræðikúrsa sem eru jú allir á rúmensku fæ ég svo að leika mér á prentverkstæðinu.

eftir skóla fór ég í könnunarleiðangur númer þrjú og rambaði inn í piata romana sem er mjög fínt hverfi. þar var götumarkaður þar sem eru seld lítil skraut, oftast nælur með rauðu og hvítu bandi í, en það er víst siður hér að 1. mars þá gefa rúmenar konunum í lífi sínu svona skraut, hvort sem það er eiginkonan eða strætóbílstjóri. ég keypti svona handa sjálfri mér og festi við lykilinn minn.

ég fann bíóið cinema patria sem sýnir myndir á ensku sem er snilld og þar við hliðiná rakst ég á dásamlega bókabúð í fallegu gömlu húsi en þar eru auk bóka seldir geisladiskar og plötur, dvd myndir og dýrindis te. þegar maður er einn á nýjum stað er svo mikilvægt að umvefja sig góðu dóti svo ég keypti mér tvær alvörubækur, tvær kanínubarnabækur á rúmensku (til að æfa mig), lísu í undralandi á dvd (með rúmenskum texta) og japanskt cherry blossom te.

ég er búin að hitta hina herbergissystirina en hún heitir christina en hún er svona týpa sem gælir við að vera emó. svo er víst ein önnur að koma í dag en hún kom með dótið sitt í fyrradag og meðal annars kassa með mynd af koppi á sem ég veit ekki hvort ég voni meira að sé koppur eða dót í koppakassa.

í gærkvöldi var svo smá partý í herberginu þar sem ég spilaði íslenska tónlist fyrir rúmensku börnin og þau voru ekkert alveg að kaupa það nema ein sem átti að minnsta kosti FM Belfast plötuna í tölvunni sinni. hún er líka mest kúl af þeim og best í ensku.

það eru víst tvær stelpur frá búlgaríu og tvær frá póllandi hér líka og svo komst ég líka að því að það eru þrír franskir strákar í mastersnáminu í ljósmyndun sem er nú ekki amalegt.

hér eru svo mínir veraldlegu munir í búkarest ef frá eru talin fötin mín:



nokkuð gott?

Sunday, February 27, 2011

af kojustressi og klósettvenjum

ókei þessi síða er kannski barn síns tíma en hún hentar ágætlega til að blogga frá búkarest.
ef þið hafið áhuga á ruglinu í dórakel mæli ég þá frekar með að skoða fyrstu færslurnar frá 2007 eða snemma 2008. þetta þynnist eftir það.

í búkarest hef ég verið eina nótt. ég sef í efri koju á heimavist með ekkert handrið svo það var smá stress að sofa og treysta því að ég myndi ekki rúlla mér fram úr. konan sem tók á móti mér talaði ekki stakt orð í ensku en svo hitti ég maddömmuna (sem er á að giska 150 kg) sem var vel skiljanleg og sýndi mér herbergið mitt (eða skipaði hinni konunni að gera það því ég efast um að hún komist upp stigann). ég bý með tveimur rúmenskum stelpum og hef þegar hitt aðra þeirra sem heitir Flavia og er einstaklega indæl og myndarleg. mellufær í ensku en afskaplega áhugasöm að fá að æfa sig með því að tala við mig. glæsilegt!

herbergissystur mínar virðast ekki vera mikið gefnar fyrir hreinlæti. hér gengur fólk um í inniskóm og er ekkert að stressa sig á skúringum sem er frekar óheppilegt í slabbinu og drullunni sem er úti. þær virðast líka vera með söfnunaráhugamál en á ísskápnum er eggjabakkaturn, í gluggakistunni krukkur fullar af notuðum tepokum og í fataskápnum mínum voru um 100 tómir sígarettupakkar. það má reykja við gluggana frammi á göngum og þar er allt í stubbum og ösku. með aðstoð google translate komst ég þó að því að herbergisfélagar mínir hafa báðar fengið aðvörun vegna reykinga inni á herbergi og hangir það plagg við rúmin þeirra.

ég hef farið í tvo göngutúra og fundið ótrúlega mörg falleg gömul hús, aðeins of marga flækingshunda sem gerir það að verkum að það heyrist gelt allan daginn allsstaðar, undarlega mörg casino og skrýtnar mini-sjoppubúllur, fallegan garð með kitsch leiktækjum fyrir börn, dýrindis grænmetis-, ávaxta- og blómamarkað og súpermarkað þar sem ég keypti hreinlætisvörur og hef nú lokið við að þrífa herbergið.

baðherbergið okkar er um 1 fermetri með klósetti (sem er alltaf með setuna uppi sem fær mig til að halda að stelpurnar pissi standandi?), vaski sem mér tókst einhvernveginn að brjóta í þrifunum og sturtuhaus fyrir ofan vaskinn. gólfið er ekki til að standa á nema í skóm og er sennilega aldrei þrifið. ég vona að stelpurnar fyrirgefi mér vaskinn þegar þær sjá hvað er fínt.
fyrsta sólarhringinn minn borðaði ég bara oreo kex og vatn. núna ætla ég að reyna að elda smá pasta og stelast í borðbúnaðinn hérna en stelpurnar eiga bara eitt af hvoru fyrir sig.

er búin að læra tvö orð sem eru camera (herbergi) og lapte (mjólk)

ókei bæ!

Friday, February 25, 2011

tileinkað greifanum af dan og hirðfíflinu

nei hæ?
þú bara í berlín?

dórakel ætlar að skrifa blogg. cruel man.
við erum búnar að vera berlínarbarúlfar í viku. dór kom með morgunvélinni í fylgd greifans af dan, hirðfífli hans og tracy. rak skottaðist frá parísarborg.

GRÓFIR DRÆTTIR:
við hittum ísbjörninn knút
við drukkum bjór
við spiluðum ping pong og fúsball
við hittum líka dýrið pels
við spúnuðum
við stofnuðum sushiklúbb
við fórum á söfn og markað
við dóum úr kulda
við borðuðum kebab
við fengum boð á deit
við dönsuðum og slösuðum
við lékum allskonar leiki eins og "excuse me, can you tell me where i can find big ben?" og "endurtaktu síðasta orðið orðið"
við báðum um óskalög
við fórum út í buskann
við gerðum parkour í garðinum
við vorum ofsóttar af dýraverndunarsinnum
við ortum ljóð

og allskonar meira awesome cruel.

nú er ralla kosmó að pakka í handfarangurstöskuna og skiptineminn ætti að gera slíkt hið sama.
sjáumst í búkarest!