Sunday, March 6, 2011

it's my life - bon jovi

þetta er seriously í dúndrandi spilun í næsta herbergi. fleira vinsælt er U2, coldplay og robbie williams.

ég hef fundið mér samastað. íbúð 2 mínútur frá skólanum, stór með baðkar og svalir og allt sem ég óskaði mér. fer reyndar á blint stefnumót hvað meðleigjendur varðar en stelpurnar 2 sem búa þar núna eru báðar að fara út í mars svo það koma tveir nýjir inn með mér í apríl. ég vona að þau séu áhugafólk um eldamennsku og rauðvín og almennan lúxus.

á föstudaginn ákvað klúbba-dóra að gefa djamminu séns. fór út með pólsku vinkonum mínum (þær heita agnieszka og ursula en verða héðan í frá kallaðar aga og ula) á einhvern subbulegan kulturhaus klúbb en barúlfurinn játaði sig sigraðan eftir 15 mínútna bið eftir fatahengi og dró þær á einhverja deftones-queens of the stone age-aldamóta-rokkbúllu sem var nú ekki merkileg en þar voru allavega laxableikir veggir og fínar myndir. svo fórum við á aðeins stærri stað sem var kúl þar sem ég eignaðist vinkonu í flottum skóm sem ætlar að gefa mér allt inside scoop um djammið hér í borg og fékk skot frá sætum barþjóni sem vildi verða kærastinn minn.

tékkaði mollið á laugardaginn sem er eins og risastór debenhamsbúð og þú sérð ekki hvar ein búð byrjar og hin endar og allt er fullt af skartgripum og tekknó-vondulagakeppni í gangi skildist mér. svo fór ég í göngutúr um gamla hverfið sem er bara göngugötur, sumar reyndar ógönguhæfar því þær eru grafnar upp og bara trébrýr yfir moldarskurði, en hverfið er samt mjög fallegt. týndist smá og fann loks calea victorei sem er ein elsta gata borgarinnar sem gatan mín krossar og ætlaði aldeilis að trítla heim en fór þá í öfuga átt og fattaði að ég var á suðurenda götunnar en ég bý við norðurendann. tók samt merkilega stuttan tíma að labba til baka sem er mjög jákvætt og ég veit núna að ég get því farið allra minna leiða fótgangandi ef svo ber við.

í gær horfði ég á rosemary's baby með einhverjum kids hér á heimavistinni.

ætla að gera mér ferð í carrefour stórmarkaðinn sem ég fann loks í gær en það er held ég eini alvöru súpermarkaðurinn hér og er riiiiiiisastór. svo á ég stefnumót við spænska stelpu á blússtað og fer kannski í bíó í ótrúlega fína cinemateque-inu sem ég fann í gær og sýnir myndir frá öllum heimshornum, gamlar klassískar og líka heimildarmyndir og fleira fínt.

búin að læra allskonar nytsamleg orð og setningar eins og til dæmis "vinsamlegast leggið ekki hér þegar búðin er opin".