Thursday, February 28, 2008

zl vrs ktt

í dag sagði einn maður:
það eru bara miðbæjarrottur á kaffibarnum

ég kinkaði kolli mjög skilningsrík.

Tuesday, February 26, 2008

ugh

hvernig er hægt að vera misheppnuð, seinheppin og gleymin á við 13 manns.
ég er hætt að vera bjartsýn eftir daginn í dag.
svo þið sem lásuð bloggið fyrir neðan skuluð bara láta sem þið hafið aldrei séð það.

ég get samt sagt ykkur tvennt fyndið.

NR.1
ég var í leikfimi í skólanum í mh. svo skemmtilega vill til að ég er með hlín og illíja (ákvað að skrifa það svona svo þið fattið hver téður maður er) i hóp. við byrjum alla tíma á að skokka hringi um salinn.
ég gerði það samviskusamlega, ég hinsvegar gerði mér grein fyrir því að það var ekki gert nógu samviskusamlega er ég fattaði að þau höfðu "hringað" mig fimm sinnum hvor. nei ók ekki hvor heldur til samans.
svo skemmti ég mér við að horfa á þau keppast um hvor þeirra vísaði veginn í þessu já skemmtilega hlaupi.

NR. 2
fyrir hálftíma fékk ég símtal sem var einhvernvegin á þessa vegu:

Kona: hæ er þetta rakel?
rakelsif: já...
Kona; sæl ég heiti sigurlaug og hringi frá hróhetoekspi
rakelsif: ha hringiru frá?
Kona: hreóskijeotti
rakelsif: eeee ókei.
Kona: ég er með atvinnuumsókn frá þér.
rakelsif: eee það getur ekki verið
Kona: jú heitiru ekki rakel sif?
rakelsif: jú, bíddu hvaðan segistu aftur vera að hringja?
kona: HRÓA HETTI (geðveikt pirruð)
rakelsif: ég var ekkert að sækja um vinnu þar!!
Kona: JÚ það stendur hér, rakel sif tunguvegur tíu.
rakelsif: eee já ég er rakel sif og á heima þar en kannast ekki við þetta
Kona; núnú? (voða hneyksluð)
rakelsif: veistu ég held að einhver hafi ætlað að vera smá fyndinn, annars vantar mig ekkert vinnu og er ég að vinna á elliheimilinu grund og hef unnið þar í 2 ár og er mjög ánægð þar takk og bless.
önug kona: BLESS ÞÁ

duuu duuu duuu duuuu.

hún var ekki sérlega ánægð með þetta grín, ég held að hún hafi líka lítið sem ekkert skopskyn þar sem hún tók lífinu 3fallt alvarlegra en ég sjálf og þá er nú mikið sagt.

sá sem var að vera fyndnasti landsmaður íslands þann 15. febrúar má gefa sig fram.....

BERGLIND?????
mikið varstu léleg að velja hróa hött en ekki kfc!!!!
bidz

kveðja rakel sif
sem hefur tekist að týna 3 kortum á innan við mánuð.
glitnir fer að fara á hausinn sökum efniðskostnaðs í ný debetkort og innflutningskostnaðs auðkennislykla.

elsku glitnir, ég læt þetta mér að kenningu verða.
ég lofa að passa það betur næst.
í staðinn skal ég gefa ykkur auglýsingu að kostnaðarlausu í blogginu mínu:




og líka hróa hött fyrst ég er að þessu.
blessbless

Monday, February 25, 2008

:(/:)

ég er í andlegri lægð í lífinu
útaf því að
kaffibarinn er lokaður og mun vera lokaður í viku.

HVAÐ GERI ÉG NÚ?
ég veit
ekki neitt
:(

kannski ég ætti frekar að nýta allan þennan frítíma til góðs.
gefa áhyggjulausu lífinu séns því nú er ómögulegt að falla á mætingu.

ég geri það
og horfi bjartsýnum augum til framtíðar.

------
b.Sigkyn sjáðu:
:( + :( = :) eða jafnvel :D

Saturday, February 23, 2008

fyndnasta sem ég hef heyrt í langan tíma:

halldór: ef ég ætti von á barni myndi ég......

GERAST SKIPTINEMI
eða eitthvað.

allir: HAHAHAHAHAHHAHAHAH ÞÚ ERT FYNDINN


halldór þú ert uppáhald okkar allra, hvort sem þú trúir því eður ei.

kv.
rakelsif

Thursday, February 21, 2008

skjótt skipast veður i lofti

eg er buin að vera ein með sjalfri mer i allan dag.
i skolanum var eg andlega fjarverandi
en mætti i allar kennslustundir sem mer bar skylda að mæta i.

þegar eg kom heim af kb for eg að legja mynd.
eg ætlaði að legja GW þvi eg er á namskeiði hja alberti.
hun var bara a VHS.
svo eg leigði this is england.
það er ástæðan fyrir þvi að eg er að skæla nuna,
eða eg er reyndar nuna að þurka tárin.

nu fæ ég örugglega martröð i nott.
um ofbeldisfulla og oþekka gangstera
eða um einn litinn oþekkan með saitan hlátur.

nu var ég að fá sms:
- ERTU A SKALLANUM EINS OG BEXDER FRÆNDI?
- nei bexder frændi sry, change of plans.

nu ætla ég að lata mig hverfa a vit
ljótra drauma.

hvar var drekinn í kvöld?
:(

Tuesday, February 19, 2008

þrifarar dagsins

ekki ma til nafns geta her


Berglind Pétursdóttir


Steinunn Jónsdóttir


hvað get ég sagt?
EKKERT

í þessum töluðu orðum kom
DREKINN
færandi hendi með 2 g&t
jesss
nu ætlum við að sötra:)

ástarkveðjur
rakel sif

Monday, February 18, 2008

BIRD WITH FLU

ég sótti kortið mitt kl korter í þrjú í bankanum við tjörnina.
nú er klukkan rúmlega fjögur og á þessum klukkutíma hefur mer tekist að týna kortinu mínu.
ekki bara einusinni, heldur tvisvar.

nema mér hefur farið fram og tekist að finna það einusinni og skilja það eftir í návist einstaklings sem ég myndi nú kalla fundvís.
ég vona að ég muni alltaf finna það í dag og alla hina dagana líka.

yfirlýsing nr. 1
ég gleymdi að bjarga mannorði mínu í sambandi við bloggið um menntaskólaballið, ég var bara að grínast. í staðin tók ég að mér hlutverk sem settleg movie star.

yfirlýsing nr. 2
ÉG ER EINI ÍSLENDINGURINN SEM ER ENN LOGANDI HRÆDD WIÐ FUGLAFLENSUNA



hér er eitt bréf:

elsku berglind lattu þer batna
það er samt alveg gott að þu sert ekki með fuglaflensuna.
komdu svo a kfc
að borða fugl sem var fyrrum busettur á Holti

gleðinnar dyr

um helgina djömmuðum við geðveikt mikið

Saturday, February 16, 2008

aðfaranótt laugardags

í nótt vaknaði ég við þessi fleygu orð:
ég fer þá bara í sleik við sjálfa mig.

skömmu síðar fór ég í vinnunna að vera góð við gömul skott.
ég elska þessar gömlu svo mikið,
en ekki jafn mikið og kisu sem er nuna svört í framan.

ég er ein heima í kvöld.
PAAARTÍ eða var það BARTY
ég held að ég þurfi allavega fyrst að kaupa bar.

orð dagsins:
elsku vina
ljósið
gullið
hjartað
og allt svona væmið sem mér hefur verið kennt í starfi mínu

Friday, February 15, 2008

skammastmin

á miðvikudaginn ákvað ég að gegna skyldu minni sem sem menntaskólanemi.
það er ástæðan fyrir því að ég var á broadway að:

vera blindfull
sletta rækilega úr klaufunum með gellu vinkonum mínum
týna símanum kortinu og fatahengismiðanum og já líka skónum
detta niður stiga
vera í sleik.
æla í vaska.
grenja því ég greip kæró glóðvolgan í sleik við bestu vinkonu mína.
totta í staðinn litlabróðir bestu vinkonu minnar undir borði.
tala við allt fólk sem ég er með í tíma og þori aldrei að tala við fyrir miðnætti.
fara í dauðaherbergið.
láta putta mig á dansgólfinu.
láta reka mig heim af ballinu því ég og significant other ætluðum að taka einn stuttan á W.C.
gleyma kjólnum og sokkabuxum á W.C.
æla í leigubílnum yfir hnakkann á leigubílstjóranum
gera líka allt hitt sem manni ber skylda að gera á böllum sem þessu.

gleðskapurinn hélt áfram í geðveiku eftirpartí þar sem allir borðuðu seríós.
í 


GARÐABÆ...
djöfull var það tilgangslaust

nú er ég að deyja úr DJAMMVISKUBITI
og kvíði þess er ég á endanum neyðist til að yfirgefa húsið.
ég hef líka skilað inn umsókn í FÁ
bara svona til að minnka líkur á vandræðalegum HÆ-um mili 8:10 og 15:25 alla virka daga.

ég er bara farin að 
SKERA MIG

kveðjur,
rakel sif

Sunday, February 10, 2008

neiNeiNEiNEI

ég hef lært eitt sem nítján ára nýr einstaklingur:
lífið úti er yfirleitt ekki upp á marga fiska.
eins og ég minntist á hér áður þá hef ég hugsað mér að leggja litla sem enga rækt við skemmtanalífið.
ég hef ákveðið að spara ykkur ómakið og segi:
ég mun hafna öllum tillögum sem lagðar eru fyrir í símtölum eftir kl 00:00 á föstudögum og laugardögum.
leitt en satt

það fylgir nítjánda aldursárinu svo gífurleg ábyrgðartilfinning
eða ábyrgi? í gjaldkera? nei

fyrir utan eitt:
eg henti 4 daga gömlu greiðslukortinu minu í ruslið á kfc
en það var samt bara því ég er enn að læra þetta með ábyrgið.
en ég er yfirleitt fljót að læra

nú ætla ég að segja eitt frá hjartanu:
afhverju finnst mér allt
sem mér má ekki finnast.
h8 it

líður ykkur aldrei þannig?
kv. ein í vanda eða klípu eða eitthvað. krísu?
krísuvík

nei grin glæpamaðurinn fra kviabryggju
moli dagsins:
http://answers.yahoo.com/question/index?qid=20071026074157AAiAwzK

nei ég veit
BRYNHILDUR TYGGUR LÝSISTÖFLURNAR SÍNAR.
það er það skrýtnasta sem ég hef heyrt í 19 ár.

Friday, February 8, 2008

æfmali

i dag varð ég 19 ára
nánartiltekið í morgun kl 06:26

reyndar hafði ég gleymt mínu eigin afmæli
svo ég hef ómögulega getað áfellst þá sem gleymdu.

takk elsku berglind fyrir að hafa minnt mig á
ég lofa að minna þig rækilega á þinn dag.

nú er ég ein að fagna afmælinu mínu
það er samt eingöngu því ég má ekki brjóta prinsippið fyrir komandi ár.
ég hef hugsað mér að rækta sjálfa mig, heimilið, fjölskylduna og vináttuna.
ekkert annað.

nú er ég komin heim til min

mamma rétt í þessu að gefa mér hvítt og rautt vín
ef það var gert i tilefni þess að ég er 19 ára
þá elska ég að vera 19 ára.

ég held ég hafi ekki áorkað neit á þessum 19 árum
eins leitt og það hljómar
ég vann reyndar einusinni páskaegg í bingó
en það var fyrir löngu
svo í dag má segja að ég lifi á fornri frægð.

ég ætlaði að skrifa lista um afrek mín í lífinu
en ég hætti við þar sem hann yrði heldur tómlegur og jafnvel vanrdæðalegur.

nú ætla ég bara að fara út í góða veðrið
mikið er gott að eiga afmæli í dag
8. febrúar

Wednesday, February 6, 2008

gúrkutíð

samkvæmt grasafræði er gúrka ávöxtur sem og tómatur.
þar hafiði það.

en í matargerð eru þau talin vera grænmeti þar sem g&t eru hvorki sæt né holdug.