ég er hætt að vera bjartsýn eftir daginn í dag.
svo þið sem lásuð bloggið fyrir neðan skuluð bara láta sem þið hafið aldrei séð það.
ég get samt sagt ykkur tvennt fyndið.
NR.1
ég var í leikfimi í skólanum í mh. svo skemmtilega vill til að ég er með hlín og illíja (ákvað að skrifa það svona svo þið fattið hver téður maður er) i hóp. við byrjum alla tíma á að skokka hringi um salinn.
ég gerði það samviskusamlega, ég hinsvegar gerði mér grein fyrir því að það var ekki gert nógu samviskusamlega er ég fattaði að þau höfðu "hringað" mig fimm sinnum hvor. nei ók ekki hvor heldur til samans.
svo skemmti ég mér við að horfa á þau keppast um hvor þeirra vísaði veginn í þessu já skemmtilega hlaupi.
NR. 2
fyrir hálftíma fékk ég símtal sem var einhvernvegin á þessa vegu:
Kona: hæ er þetta rakel?
rakelsif: já...
Kona; sæl ég heiti sigurlaug og hringi frá hróhetoekspi
rakelsif: ha hringiru frá?
Kona: hreóskijeotti
rakelsif: eeee ókei.
Kona: ég er með atvinnuumsókn frá þér.
rakelsif: eee það getur ekki verið
Kona: jú heitiru ekki rakel sif?
rakelsif: jú, bíddu hvaðan segistu aftur vera að hringja?
kona: HRÓA HETTI (geðveikt pirruð)
rakelsif: ég var ekkert að sækja um vinnu þar!!
Kona: JÚ það stendur hér, rakel sif tunguvegur tíu.
rakelsif: eee já ég er rakel sif og á heima þar en kannast ekki við þetta
Kona; núnú? (voða hneyksluð)
rakelsif: veistu ég held að einhver hafi ætlað að vera smá fyndinn, annars vantar mig ekkert vinnu og er ég að vinna á elliheimilinu grund og hef unnið þar í 2 ár og er mjög ánægð þar takk og bless.
önug kona: BLESS ÞÁ
duuu duuu duuu duuuu.
hún var ekki sérlega ánægð með þetta grín, ég held að hún hafi líka lítið sem ekkert skopskyn þar sem hún tók lífinu 3fallt alvarlegra en ég sjálf og þá er nú mikið sagt.
sá sem var að vera fyndnasti landsmaður íslands þann 15. febrúar má gefa sig fram.....
BERGLIND?????
mikið varstu léleg að velja hróa hött en ekki kfc!!!!
bidz
kveðja rakel sif
sem hefur tekist að týna 3 kortum á innan við mánuð.
glitnir fer að fara á hausinn sökum efniðskostnaðs í ný debetkort og innflutningskostnaðs auðkennislykla.
elsku glitnir, ég læt þetta mér að kenningu verða.
ég lofa að passa það betur næst.
í staðinn skal ég gefa ykkur auglýsingu að kostnaðarlausu í blogginu mínu:


og líka hróa hött fyrst ég er að þessu.
blessbless
4 comments:
það hringdi ráðgjafi frá kb banka í mig áðan og um leið og hann hafði kynnt sig skellti ég óvart á...
ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SÆKJA UM HJÁ KFC Á NETINU
ÞÚ ÁTT VON Á SÍMTALI FRÁ MCDONALDS, SUBWAY, N1, BAKARAMEISTARANUM, SUNDFÉLAGI HAFNARFJARÐAR, PENNANUM EYMUNDSSON O.FL. O.FL.
KOMDU Á KFC BRÁÐUM EG ER SVÖNG
ÞÁ GETURU LÍKA FYLLT ÚT UMSÓKN SJÁLF Í LEIÐINNI
ÞÚ ÆTTIR BETUR AÐ SÆKJA UM FYRIR ÞIG SJÁLFA.
ÉG HEF NÓG AÐ GERA MEÐ 2 VINNUR
KFC SOON
BRJÁLIÐ
ÉG ER Í 5 VINNUM
ÞANNIG AÐ ÞEGI ÞÚ
Post a Comment