Monday, May 30, 2011

borða. drekka. njóta.

ó rúmenska sól hvað ég elska þig áður en þú verður 50 gráður.

bjó til eitt vídjó með erasmus vinkonum mínum sem lítur óvart svona út:
úps

hér hefur margt skemmtilegt gerst síðustu daga. matarboð, brotinn stóll og hlátur undir borði, sýna list á annarra manna listasýningum, eftirpartý með allskonar hljóðfæraleik og snúningar á dansgólfum.

síðasta fimmtudag vaknaði ég eldsnemma, gaf gullfiskunum mínum morgunmat sem þeir eiga ekki annars að venjast og hljóp út á gara de nord. íslenskt-lettneskt-pólskt föruneyti á leið til fjallabæjarins brasov. ekki þau bestu í ferðaplönum en við vorum svo svöng þegar við komum að við byrjuðum á að borða, fórum svo að rótum fjallsins þar sem nafn bæjarins stóð reist hvítum hollywood stöfum til að taka vagn upp á topp og njóta útsýnis með freyðivín en þá hafði síðasta ferð nýlagt af stað. fórum þá að skoða svörtu kirkjuna sem var alls ekki svört en hún var víst svört eftir bruna sem var einu sinni í borginni (segi ég af leti án þess að staðfesta þær heimildir) og var svo þrifin. hún var líka lokuð en mjög fín að utan samt sem áður. við röltum þó og gengum strada sforii sem þýðir reipis-gata (mjög asnalegt á íslenskri tungu) en hún er 82 metra löng með háa húsveggi báðum megin og aðeins 1.32 metra breið sem þýðir að hægt er að snerta báða veggi meðan maður gengur hana. kíktum svo í gamalt-dót-búð og fengum okkur ís og bjór (ekki í búðinni samt). tókum rútu til baka sem var klukkustund fljótlegra en lestin en án möguleika til að standa upp og teygja úr sér. ef þefskyn mitt var ekki að leika mig grátt þá get ég svarið að bílstjórinn kveikti sér í einni vænni og grænni við stýrið þegar við nálguðumst búkarest.

á laugardaginn var svo opinn dagur listaháskólans. hönnunardeildin er í byggingum sem liggja í hring og skartar rosa fínum garði í miðjunni með skúlptúrum nemenda. þar var slegið upp tjöldum og básum með allskonar fínu til sýnis og sölu í boði nemenda, byggingarnar voru opnar til að skoða aðstöðu, börn gátu litað og málað og hægt var að blása gler fyrir smápening. fullur garður af fólki frá morgni til kvölds, músík, bjór og grill. FRÁBÆRT PARTÝ sem LHÍ gæti lært eitthvað af.

um kvöldið var svo árlegt ball arkitektúrskólans en það er einn heitasti viðburður ársins hér í borg. þar er alltaf þema og við maria settum blóm í hárið og fórum sem hippar.

núna er svo síðasta vikan í skólanum áður en kemur að sýningum og prófum. til stóð að allir erasmusnemendur héldu sýningu saman næsta mánudag en nú kom í ljós að skólagalleríið er víst ekki laust, hvernig sem það fór framhjá alþjóðafulltrúanum.., og því gæti svo farið að við höldum sýninguna í í gallerí eyjafjallajökull því íbúðin mín er fátæk að húsgögnum og hentar ágætlega til svona uppátækja. neyðin kennir naktri konu...þið vitið. velkomin til rúmeníu.

Sunday, May 15, 2011

sometimes, reality is the strangest fantasy of all

á ben frost voru engir íslendingar. ben sjálfur var samt hress og spurði mig oft hvort það væri ekki gaman. sem það var en ég náði ekki að draga neinn vin með mér svo ég fór heim beint eftir tónleika. í mestu rigningu sem ég hef augum litið. mjög viðeigandi eftir músík kvöldsins þó.

8. maí var bekkurinn með sýningu á silkiprentmyndum. komst að því að tveimur vikum fyrr hafði minn hópur nú þegar sýnt prentin á rockolective hátíð í nýlistasafninu og selt eitt prent á 60 evrur. undarlegt. en gaman. seldum svo víst meira á opnuninni og er óskandi að skólinn láti þessa peninga ekki renna í eigin vasa heldur láti okkur njóta góðs af. það er samt ekki sjálfgefið hér í borg skal ég segja ykkur.

rigningardagar sem fylgdu á eftir voru ekki þeir skemmtilegustu en ég ákvað þó að bregða mér í karakter og aðstoða bekkjarsystir mína við gerð ljósmyndaseríu úr kvikmyndinni blow up. þar sýndi ég frábæra leikræna takta en kennari úr skólanum var mótleikari minn sem verður að viðurkennast að var smá vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess sem ég var hávaxnari en hann og þurfti því að beygja mig til að virðast minni. útkoman var á þessa leið:





meðan veðrið var vont fór ég í bíó, var heima að mála eða á opnunum að skála. en sólin kom og allir fóru aftur út að leika. hjóla í sólinni eða sitja í garði með góðu fólki. núna fer þó önnin að klárast og prófin að byrja sem í mínu tilfelli verður með einhverju sérhönnuðu sniði býst ég við. prófatíð er út júní en eftir það hef ég (næstum) ákveðið að halda íbúðinni minni út júlí líka og fara í ferðalög um landið. þarf að sjá meira af fjöllunum og svartahafinu.

í gær horfði enginn á júróvísjón. og ég kaus ekki vini sjonna. það var safnanótt sem þýðir að öll söfnin og lestirnar eru opin alla nóttina svo allir voru úti og það var músík og fjör. lenti svo í fyndnu atviki á barnum síðar um kvöldið en þá hitti ég rúmenskan mann sem var uppalinn í svíðþjóð, hann var á barnum með dönskum manni og fyrr um kvöldið höfðu þeir hitt finna og norðmann. höfðu einmitt verið að ræða sín á milli að þeir þyrftu bara að rekast á íslending til að vera komnir með alla skandinavíu. ég vakti því einskæra lukku hjá þessum mönnum en ég held ég geti sagt með vissu að ég sé eini íslendingurinn búsettur hér í borg. allavega á mínum aldri.

í dag er aftur sól og 25 gráður. nokkuð gott.

Tuesday, May 3, 2011

crazy japan in condom panic


mér líður pínulítið svona í dag.

að baki eru rosa góðir dagar, útivera, músík, sól, bjór og góður félagsskapur.

1. maí er alltaf mikið partý við svartahafið á stað sem heitir vama veche en þar er spilað eitthvað músíksull, fólk tjaldar, grillar, dansar og tilheyrandi. ég var ekki mjög spennt fyrir því í fyrstu en ákvað að skella mér með skiptinemastelpunum. við fórum með tveimur strákum í farartæki á stærð við póstbíl sem var innréttaður með einni dýnu og sængum og teppum. þar sátum við fimm stelpur í hrúgu að reyna að sulla ekki niður bjór á meðan afturhurðin sveiflaðist fram og til baka því ekki var hægt að læsa henni. fyrirtaks ferðamáti fyrir 4 klukkustunda ferðalag!

ég ætla ekkert að reyna að blekkja ykkur og segja að ég hafi verið í bullandi sól og sjósundi en það sem við tók var eitthvað svipað og íslensk útilega. ullarpeysa, varðeldur og hafgola. mér áskotnaðist eitt stykki rottweiler hvolpur eins og þessi

sem var félagi minn það sem eftir lifði kvölds en fann svo eigandann daginn eftir. mátti samt eigann ef ég vildi. aaaiii.

mánudagurinn var langur og skrýtinn en við þurftum að bíða til sólarlags til að forðast umferð og lögreglur á bílnum. þá skriðum við aftur í bílinn eins og hermenn á leið heim úr stríði, rennandi blaut eftir alvöru þrumuveður.

í dag er ég því að gera mitt besta til að verða venjuleg aftur og koma mér að verki.

komst að því að ben frost er að spila á control club á laugardaginn sem gaf mér pínulitla vonarglætu um að hitta kannski íslending eða tvo hér í borg.