Wednesday, March 26, 2008

afmælisbarnergottbarn

í dag tókst ég á því sem ég hafði kviðið fyrir í rúma viku.

í páskafríiu fór ég á mis við alla sómasamlega forgangsröðun og ákvað að fresta öllu því sem telst mikilvægt í lífi hins almenna menntskælings.

um helgina þarf ég að:
- djamma á föstudag
- vinna frá 8-4 á laugardag
- sofa þegar heim úr vinnu er komið
- djamma á laugardagskvöldi
- vinna frá 8-4 á sunnudag
- skrifa 8-12 blaðsíðna uppkast um kvennafrídaginn.
- lesa öll blöð, greinar og bækur sem innihalda orðið kona/konur á þjóðabókhlöðu.
- ljúka við 56789 blaðsíðna landafræði verkefni um hlíðarnar sem gildir 20% af lokaeinkunn
- gera fyrirlestur í sálfræði
- skila heimspekiverkefni
- læra fyrir pri og pre próf
- gera verkefni úr A.P.M í sögu
- læra undir sálfræðipróf

og örugglega eitthvað sem ég gleymi því ég er svo gleymin.

þar sem ég er svo góð í að forgangsraða;
NR 1. allt sem byrjar á V
NR 2. allt sem byrjar á D
NR 3. allt sem byrjar á lesa, ljúka, gera, skila & læra
NR. 4 sofa - HVER ÞARF AÐ SOFA

allavega ekki afkastamikið fólk á borð við mig

-------

í kvöld á ég deit.
svo ætla ég að detta í það.
þá sjaldan maður fær sér.

OG LIFA EINUNGIS FYRIR LÍÐANDI STUNDU.

Tuesday, March 25, 2008

uppgvötanir liðinnar viku:
ég hef lifað í blekkingu allt mitt líf. ég er rauðbrúnhærð ekki dökkhærð.
miklar líkur a að eg eignist tvíbura, þar sem að móðir er tvíburi.

-------

ég auglýsi því eftir gömlum skólafélaga, sem er tilbúinn til að halda við ættarprinsippið.
sem er; hitta mig á förnum vegi í kóngsins kaupmannahöfn og sofa hjá mér.
níu mánuðum síðar mun ég fæða tvíbura.
mig hefur alltaf langað í tvíbura.
í sumar mun ég einmitt lifa við nákvæmlega sömu aðstæður og hún amma mín þegar hún varð ólétt í köben.
svo mun ég sjá til þess að þetta verði viðriðið í minni fjölskyldu.

-------

í dag fór ég ásamt systur minni á kaffibar allra landsmanna.
ég var í svörtum sokkabuxum, hvítum skóm, hvítum kjól, svartri yfirhöfn með svarta tösku.
hún var í hvítum sokkabuxum, svörtum skóm, svörtum kjól, svartri yfirhöfn með svarta tösku.
í þokkabót erum við með eins klippingu.
þetta var bara ekkert vandræðalegt, enda erum við öllu vanar.

------

brunavarnabjalla hringir á hressó:
svala: shit ég veit ekki í hvaða tíma ég er að fara í.
restin: hahahahahhaha

brunavarnabjalla hringir 7 mínútum síðar:
svala: oh ég nenni ekki í tíma!!!!
restin: . . .

------

í gær fór ég í sumarbústað.
og í nótt var ég fimmta hjólið, það fannst mér
AWESOME:D

-------

í páskafríinu er ég búin að djamma geðveikt mikið.
í páskafríinu ákvað ég lika að ég ætla að gifta mig í sumar,
nei úps
ég gleymdi ég ætla aldrei að gifta mig.
það er miklu meira sjarmerandi að vera bara kærustupar eins og mamma og pabbi.

-------

þetta er framtíðaratriði þegar mamma og pabbi eru að rífast um hver eigi að setja í uppþvottavél:
p: ég er bara hættur með þér.
m: já tími til kominn

þetta var sagan af því þegar mamma og pabbi hætta saman.

------

Thursday, March 20, 2008

mary poppins

ótrúlegt
hvernig er hægt að vera með allt mögulegt í einni tösku.
fyrir utan:

húslykla og
greiðslukort.

þegar ég vaknaði var ég líka með kaffibarinn i töskunni.
áhugavert nokk.

núna er ég að kúra með nokkrum velvöldum.
ég og hrönn vorum að ljúka við að telja hárin undir höndunum á hlöðver.

nú er oddur kominn
hann átti að mæta í talningu fyrir fimm mínútum.

Tuesday, March 18, 2008

batnandi mömmum er best að lifa

ég er ekki að meta þetta páskafrí so far

ég minnist þess hvað páskafríið í fyrra var fullt af skemmtilegum uppákomum á borð við:

SPILAKVÖLD í boði dórakel
BÚSTAÐAFERÐ í boði dórakel
KEILUFERÐ í boði dórakel

og fleira

og örugglega fleira

núna mun hápunktur kvöldsins vera að þurrka ryk af hillunni minni
bjartsýniskveðja,
dór.

batnandi mönnum er best að lifa

ég elska þegar fólk kemur manni á óvart
góðvinur minn til nokkra ára, birkir blær
er FULL OF SURPRISES.
ég hef aldrei kynnst neinum jafn hæfileikaríkum.
hann er góður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
kv. þessi væmna.

í náinni framtíð hef ég hugsað mér að rækta vinskap minn við birki, sérstaklega því hann er nágranni minn. þegar ísbúðin kemur á grensásveginn ætla ég alltaf að spurja eftir birki blæ og svo getum við leigt spólu í kúlunni og keypt möns í 11-11.
p.s ég er líka skotin í birki blæ eins og þið, kæru lesendur sjáið.

lately:
djamma... NEI GRÍN
kaffibarinn... NEI GRÍN 2
drekka bjór á hverjum degi... NEI GRÍN 3
spila lion king með hrönn í sitthvorri tölvunni.
hjóla eftir ís fyrir mig og hrönn í vesturbænum.
vinna.
lesa ljóð heima hjá birki blæ.
annast þá sem lasnir eru.
eignast sumaríbúð í haupmannaköfn
gengi hinnar íslensku krónu

ég hélt ég myndi aldrei nokkurntíman hafa áhyggjur af gengi krónunnar.
en NEI
nú hugsa ég ekki um neitt annað.

nú ætla ég að fara að hugsa aðeins meir um peninga,
sérstaklega íslenska og danska.

ég ætla að kveðja með málshætti sem ég fékk í páskaeggi í hádeginu:
betra er autt rúm en illa skipað.

Friday, March 14, 2008

lifið er ömurlegt

lion king leikurinn virkar ekki í minni gömlu og lúnu tölvu
helvítis
núna þarf ég að finna mér eitthvað annað að gera í páskafríinu




:(

Sunday, March 9, 2008

nnno

þegar ég vaknaði voru 9 jakóbínarínu diskar í veskinu minu,
tómur vodkapeli
og súkkulaðið mitt sem var hálfétið.

í dag er ég með stærðarinnar kúlu á höfðinu.
það mætti einnig líkja marblettunum á fótunum á mér við:
hólana í vatnsdal
eyjurnar í breiðafirði
eða vötnin á arnarvatnsheiði.

fyrri hluti dags var hátíðlega misheppnaður,
þá var mer bjargað af berglindi á þessum hvíta.
svo tók við misheppnaðara framhald.

neisko þorvaldur davíð er á laugarveginum nuna.
ég er að spa i að hlaupa a eftir hounm og biðja um eiginhandaráritun
bless

Tuesday, March 4, 2008

nátmálfél

kæru grunnskólanemar,
þið ykkar sem haldið að maður verði að taka samræmd lokapróf í náttúrufræði og félagsfræðiprófi til að geta hafið nám á téðum brautum eruð bjánar:@

nú skuluð þið grunnskólanemar hætta að lesa því nú ætla ég að skrifa ógeðslega mikið um klám og svona fullorðins.
nei reyndar ekki, við skrifum þannig seinna. :$

í mh er ég búin að prófa allar brautir nema dansbraut og ibbraut.
mér finnst ibbraut fyndið, en örugglega ekki mörgum fleirum :S

vonandi finn ég einhvern kjut sem vill vaka með mér meðan blómin sofa:(

með brennandi áhuga á félagsvísindum,
rakel sif:)