Sunday, February 27, 2011

af kojustressi og klósettvenjum

ókei þessi síða er kannski barn síns tíma en hún hentar ágætlega til að blogga frá búkarest.
ef þið hafið áhuga á ruglinu í dórakel mæli ég þá frekar með að skoða fyrstu færslurnar frá 2007 eða snemma 2008. þetta þynnist eftir það.

í búkarest hef ég verið eina nótt. ég sef í efri koju á heimavist með ekkert handrið svo það var smá stress að sofa og treysta því að ég myndi ekki rúlla mér fram úr. konan sem tók á móti mér talaði ekki stakt orð í ensku en svo hitti ég maddömmuna (sem er á að giska 150 kg) sem var vel skiljanleg og sýndi mér herbergið mitt (eða skipaði hinni konunni að gera það því ég efast um að hún komist upp stigann). ég bý með tveimur rúmenskum stelpum og hef þegar hitt aðra þeirra sem heitir Flavia og er einstaklega indæl og myndarleg. mellufær í ensku en afskaplega áhugasöm að fá að æfa sig með því að tala við mig. glæsilegt!

herbergissystur mínar virðast ekki vera mikið gefnar fyrir hreinlæti. hér gengur fólk um í inniskóm og er ekkert að stressa sig á skúringum sem er frekar óheppilegt í slabbinu og drullunni sem er úti. þær virðast líka vera með söfnunaráhugamál en á ísskápnum er eggjabakkaturn, í gluggakistunni krukkur fullar af notuðum tepokum og í fataskápnum mínum voru um 100 tómir sígarettupakkar. það má reykja við gluggana frammi á göngum og þar er allt í stubbum og ösku. með aðstoð google translate komst ég þó að því að herbergisfélagar mínir hafa báðar fengið aðvörun vegna reykinga inni á herbergi og hangir það plagg við rúmin þeirra.

ég hef farið í tvo göngutúra og fundið ótrúlega mörg falleg gömul hús, aðeins of marga flækingshunda sem gerir það að verkum að það heyrist gelt allan daginn allsstaðar, undarlega mörg casino og skrýtnar mini-sjoppubúllur, fallegan garð með kitsch leiktækjum fyrir börn, dýrindis grænmetis-, ávaxta- og blómamarkað og súpermarkað þar sem ég keypti hreinlætisvörur og hef nú lokið við að þrífa herbergið.

baðherbergið okkar er um 1 fermetri með klósetti (sem er alltaf með setuna uppi sem fær mig til að halda að stelpurnar pissi standandi?), vaski sem mér tókst einhvernveginn að brjóta í þrifunum og sturtuhaus fyrir ofan vaskinn. gólfið er ekki til að standa á nema í skóm og er sennilega aldrei þrifið. ég vona að stelpurnar fyrirgefi mér vaskinn þegar þær sjá hvað er fínt.
fyrsta sólarhringinn minn borðaði ég bara oreo kex og vatn. núna ætla ég að reyna að elda smá pasta og stelast í borðbúnaðinn hérna en stelpurnar eiga bara eitt af hvoru fyrir sig.

er búin að læra tvö orð sem eru camera (herbergi) og lapte (mjólk)

ókei bæ!

Friday, February 25, 2011

tileinkað greifanum af dan og hirðfíflinu

nei hæ?
þú bara í berlín?

dórakel ætlar að skrifa blogg. cruel man.
við erum búnar að vera berlínarbarúlfar í viku. dór kom með morgunvélinni í fylgd greifans af dan, hirðfífli hans og tracy. rak skottaðist frá parísarborg.

GRÓFIR DRÆTTIR:
við hittum ísbjörninn knút
við drukkum bjór
við spiluðum ping pong og fúsball
við hittum líka dýrið pels
við spúnuðum
við stofnuðum sushiklúbb
við fórum á söfn og markað
við dóum úr kulda
við borðuðum kebab
við fengum boð á deit
við dönsuðum og slösuðum
við lékum allskonar leiki eins og "excuse me, can you tell me where i can find big ben?" og "endurtaktu síðasta orðið orðið"
við báðum um óskalög
við fórum út í buskann
við gerðum parkour í garðinum
við vorum ofsóttar af dýraverndunarsinnum
við ortum ljóð

og allskonar meira awesome cruel.

nú er ralla kosmó að pakka í handfarangurstöskuna og skiptineminn ætti að gera slíkt hið sama.
sjáumst í búkarest!