Sunday, June 12, 2011

plastic rain clothes

það vantar heitt vatn í eldhúskranann minn í dag. gullfiskaheilanum mínum er búið að takast að gleyma því að minnsta kosti fimm sinnum sem hefur orsakað vatn og kaffi ítrekað upp um alla veggi. (því ef skrúfað er frá spýtist mikið loft út um kranann..)

annars hef ég ekki margt að segja, ég elska nýja hjólið mitt


og ég bíð spennt eftir að fá gyðu í heimsókn


byrjuð að plana heimferð sem verður vonandi svona:
- ég og ana maria förum til feneyja í 3 daga á tvíæring og í almennan lúxus
- förum svo saman til barselóna í nokkra daga þar sem hún hittir spænskan vin og ég heimsæki elsku hrönn
- þar skilja leiðir og ég held ein til amsterdam í 3 daga eða svo
- svo bara, uhm heim?

veit ekki með ykkur en mér finnst þetta allavega snilldarplan!

hér er svo smá sýnishorn af því sem ég er búin að vera að gera í skólanum:

aquaforte-prent + stensill og sprey
þetta fékk ég að gera í staðinn fyrir að fara í bóklegu kúrsana sem voru allir á rúmensku. stórgott.

og eitt vídjó sem varð til fyrir tilviljun einn föstudagseftirmiðdag í garðinum: