Tuesday, March 25, 2008

uppgvötanir liðinnar viku:
ég hef lifað í blekkingu allt mitt líf. ég er rauðbrúnhærð ekki dökkhærð.
miklar líkur a að eg eignist tvíbura, þar sem að móðir er tvíburi.

-------

ég auglýsi því eftir gömlum skólafélaga, sem er tilbúinn til að halda við ættarprinsippið.
sem er; hitta mig á förnum vegi í kóngsins kaupmannahöfn og sofa hjá mér.
níu mánuðum síðar mun ég fæða tvíbura.
mig hefur alltaf langað í tvíbura.
í sumar mun ég einmitt lifa við nákvæmlega sömu aðstæður og hún amma mín þegar hún varð ólétt í köben.
svo mun ég sjá til þess að þetta verði viðriðið í minni fjölskyldu.

-------

í dag fór ég ásamt systur minni á kaffibar allra landsmanna.
ég var í svörtum sokkabuxum, hvítum skóm, hvítum kjól, svartri yfirhöfn með svarta tösku.
hún var í hvítum sokkabuxum, svörtum skóm, svörtum kjól, svartri yfirhöfn með svarta tösku.
í þokkabót erum við með eins klippingu.
þetta var bara ekkert vandræðalegt, enda erum við öllu vanar.

------

brunavarnabjalla hringir á hressó:
svala: shit ég veit ekki í hvaða tíma ég er að fara í.
restin: hahahahahhaha

brunavarnabjalla hringir 7 mínútum síðar:
svala: oh ég nenni ekki í tíma!!!!
restin: . . .

------

í gær fór ég í sumarbústað.
og í nótt var ég fimmta hjólið, það fannst mér
AWESOME:D

-------

í páskafríinu er ég búin að djamma geðveikt mikið.
í páskafríinu ákvað ég lika að ég ætla að gifta mig í sumar,
nei úps
ég gleymdi ég ætla aldrei að gifta mig.
það er miklu meira sjarmerandi að vera bara kærustupar eins og mamma og pabbi.

-------

þetta er framtíðaratriði þegar mamma og pabbi eru að rífast um hver eigi að setja í uppþvottavél:
p: ég er bara hættur með þér.
m: já tími til kominn

þetta var sagan af því þegar mamma og pabbi hætta saman.

------

3 comments:

Anonymous said...

skemmtilegur skáldskapur, keep up the good work!

Anonymous said...

já þetta var skemmtilegt.
skemmtilegt1: að ýmindasér ykkur á kaffibarnum. það hefur verið krúttlegt.
skemmtilegt2:að ýmindasér þegar þú hittir skólafélagan í köben. það verður fyndið.
skemmtilegt3: að leita að landnámsmöguleikum í geimnum. og skoða geimstöðvar núbba.
ég ætla að halda því áfram.

P.s mamma og pabbi

Anonymous said...

fyndið og skemmtilegt