í dag tókst ég á því sem ég hafði kviðið fyrir í rúma viku.
í páskafríiu fór ég á mis við alla sómasamlega forgangsröðun og ákvað að fresta öllu því sem telst mikilvægt í lífi hins almenna menntskælings.
um helgina þarf ég að:
- djamma á föstudag
- vinna frá 8-4 á laugardag
- sofa þegar heim úr vinnu er komið
- djamma á laugardagskvöldi
- vinna frá 8-4 á sunnudag
- skrifa 8-12 blaðsíðna uppkast um kvennafrídaginn.
- lesa öll blöð, greinar og bækur sem innihalda orðið kona/konur á þjóðabókhlöðu.
- ljúka við 56789 blaðsíðna landafræði verkefni um hlíðarnar sem gildir 20% af lokaeinkunn
- gera fyrirlestur í sálfræði
- skila heimspekiverkefni
- læra fyrir pri og pre próf
- gera verkefni úr A.P.M í sögu
- læra undir sálfræðipróf
og örugglega eitthvað sem ég gleymi því ég er svo gleymin.
þar sem ég er svo góð í að forgangsraða;
NR 1. allt sem byrjar á V
NR 2. allt sem byrjar á D
NR 3. allt sem byrjar á lesa, ljúka, gera, skila & læra
NR. 4 sofa - HVER ÞARF AÐ SOFA
allavega ekki afkastamikið fólk á borð við mig
-------
í kvöld á ég deit.
svo ætla ég að detta í það.
þá sjaldan maður fær sér.
OG LIFA EINUNGIS FYRIR LÍÐANDI STUNDU.
No comments:
Post a Comment