Tuesday, March 18, 2008

batnandi mönnum er best að lifa

ég elska þegar fólk kemur manni á óvart
góðvinur minn til nokkra ára, birkir blær
er FULL OF SURPRISES.
ég hef aldrei kynnst neinum jafn hæfileikaríkum.
hann er góður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.
kv. þessi væmna.

í náinni framtíð hef ég hugsað mér að rækta vinskap minn við birki, sérstaklega því hann er nágranni minn. þegar ísbúðin kemur á grensásveginn ætla ég alltaf að spurja eftir birki blæ og svo getum við leigt spólu í kúlunni og keypt möns í 11-11.
p.s ég er líka skotin í birki blæ eins og þið, kæru lesendur sjáið.

lately:
djamma... NEI GRÍN
kaffibarinn... NEI GRÍN 2
drekka bjór á hverjum degi... NEI GRÍN 3
spila lion king með hrönn í sitthvorri tölvunni.
hjóla eftir ís fyrir mig og hrönn í vesturbænum.
vinna.
lesa ljóð heima hjá birki blæ.
annast þá sem lasnir eru.
eignast sumaríbúð í haupmannaköfn
gengi hinnar íslensku krónu

ég hélt ég myndi aldrei nokkurntíman hafa áhyggjur af gengi krónunnar.
en NEI
nú hugsa ég ekki um neitt annað.

nú ætla ég að fara að hugsa aðeins meir um peninga,
sérstaklega íslenska og danska.

ég ætla að kveðja með málshætti sem ég fékk í páskaeggi í hádeginu:
betra er autt rúm en illa skipað.

1 comment:

Anonymous said...

æ ég fékk einhvern voða viðeigandi málshátt líka en hann bara er horfinn mér úr minni

manstu þegar við máluðum bæinn rauðan?