Sunday, May 15, 2011

sometimes, reality is the strangest fantasy of all

á ben frost voru engir íslendingar. ben sjálfur var samt hress og spurði mig oft hvort það væri ekki gaman. sem það var en ég náði ekki að draga neinn vin með mér svo ég fór heim beint eftir tónleika. í mestu rigningu sem ég hef augum litið. mjög viðeigandi eftir músík kvöldsins þó.

8. maí var bekkurinn með sýningu á silkiprentmyndum. komst að því að tveimur vikum fyrr hafði minn hópur nú þegar sýnt prentin á rockolective hátíð í nýlistasafninu og selt eitt prent á 60 evrur. undarlegt. en gaman. seldum svo víst meira á opnuninni og er óskandi að skólinn láti þessa peninga ekki renna í eigin vasa heldur láti okkur njóta góðs af. það er samt ekki sjálfgefið hér í borg skal ég segja ykkur.

rigningardagar sem fylgdu á eftir voru ekki þeir skemmtilegustu en ég ákvað þó að bregða mér í karakter og aðstoða bekkjarsystir mína við gerð ljósmyndaseríu úr kvikmyndinni blow up. þar sýndi ég frábæra leikræna takta en kennari úr skólanum var mótleikari minn sem verður að viðurkennast að var smá vandræðalegt, sérstaklega í ljósi þess sem ég var hávaxnari en hann og þurfti því að beygja mig til að virðast minni. útkoman var á þessa leið:





meðan veðrið var vont fór ég í bíó, var heima að mála eða á opnunum að skála. en sólin kom og allir fóru aftur út að leika. hjóla í sólinni eða sitja í garði með góðu fólki. núna fer þó önnin að klárast og prófin að byrja sem í mínu tilfelli verður með einhverju sérhönnuðu sniði býst ég við. prófatíð er út júní en eftir það hef ég (næstum) ákveðið að halda íbúðinni minni út júlí líka og fara í ferðalög um landið. þarf að sjá meira af fjöllunum og svartahafinu.

í gær horfði enginn á júróvísjón. og ég kaus ekki vini sjonna. það var safnanótt sem þýðir að öll söfnin og lestirnar eru opin alla nóttina svo allir voru úti og það var músík og fjör. lenti svo í fyndnu atviki á barnum síðar um kvöldið en þá hitti ég rúmenskan mann sem var uppalinn í svíðþjóð, hann var á barnum með dönskum manni og fyrr um kvöldið höfðu þeir hitt finna og norðmann. höfðu einmitt verið að ræða sín á milli að þeir þyrftu bara að rekast á íslending til að vera komnir með alla skandinavíu. ég vakti því einskæra lukku hjá þessum mönnum en ég held ég geti sagt með vissu að ég sé eini íslendingurinn búsettur hér í borg. allavega á mínum aldri.

í dag er aftur sól og 25 gráður. nokkuð gott.

1 comment:

Þórey Heiðarsdóttir said...

Sæl dóra,
Ánægjulegt að sjá hvernig lífið er að leika við þig. Ég og Rakel höfum það gott hér í smáíbúðarhverfinu. Ég hefði ekkert á móti því að kíkja uppá smá fjöll með þér. Ég var að finna límmiða sem ég ætlaði að gefa þér í gjöf, en svo gaf ég þér vagínupeggun.

Kær kveðja,
Þórey