Tuesday, May 3, 2011

crazy japan in condom panic


mér líður pínulítið svona í dag.

að baki eru rosa góðir dagar, útivera, músík, sól, bjór og góður félagsskapur.

1. maí er alltaf mikið partý við svartahafið á stað sem heitir vama veche en þar er spilað eitthvað músíksull, fólk tjaldar, grillar, dansar og tilheyrandi. ég var ekki mjög spennt fyrir því í fyrstu en ákvað að skella mér með skiptinemastelpunum. við fórum með tveimur strákum í farartæki á stærð við póstbíl sem var innréttaður með einni dýnu og sængum og teppum. þar sátum við fimm stelpur í hrúgu að reyna að sulla ekki niður bjór á meðan afturhurðin sveiflaðist fram og til baka því ekki var hægt að læsa henni. fyrirtaks ferðamáti fyrir 4 klukkustunda ferðalag!

ég ætla ekkert að reyna að blekkja ykkur og segja að ég hafi verið í bullandi sól og sjósundi en það sem við tók var eitthvað svipað og íslensk útilega. ullarpeysa, varðeldur og hafgola. mér áskotnaðist eitt stykki rottweiler hvolpur eins og þessi

sem var félagi minn það sem eftir lifði kvölds en fann svo eigandann daginn eftir. mátti samt eigann ef ég vildi. aaaiii.

mánudagurinn var langur og skrýtinn en við þurftum að bíða til sólarlags til að forðast umferð og lögreglur á bílnum. þá skriðum við aftur í bílinn eins og hermenn á leið heim úr stríði, rennandi blaut eftir alvöru þrumuveður.

í dag er ég því að gera mitt besta til að verða venjuleg aftur og koma mér að verki.

komst að því að ben frost er að spila á control club á laugardaginn sem gaf mér pínulitla vonarglætu um að hitta kannski íslending eða tvo hér í borg.

No comments: