Tuesday, April 26, 2011

borðaðu grasið þitt með ljós í hjarta

kristur er endurfæddur, mikið rétt og allir fyllast ljósi og kærleik og borða rosalega mikinn mat.

allt fram á laugardag hélt ég að ég myndi eiga frekar einmana páska í búkarest sem hljómaði samt ekki svo illa fyrir utan páskaeggjaleysi. eggið er enn á sveimi einhversstaðar því þar sem ísland er ekki í evrópusambandinu þarf pakkinn að fara á spes pósthús í úthverfi búkarest áður en storkurinn flytur það til mín.

á laugardagsmorgun vaknaði ég í sólinni og fékk páskaboð frá george. við pökkuðum í snatri og héldum á gara de nord þar sem við tókum lest til heimabæjar hans focsani. foreldrar hans tóku brosandi á móti okkur á lestarpallinum og við fórum á æskuheimilið hans sem var mjög fínt rúmenskt heimili. pabbi hans talar smá ensku en mamma hans enga svo helgin fór fram með annars konar tjáningarmáta en yfirleitt tíðkast en það er hægt að komsast ansi langt á takk og brosi.

áður en lengra er haldið skal taka fram að eftir tvær vikur hér í borg tók ég ákvörðun um að eftir ár án kjöts skyldi ég nú fara alla leið og kynnast rúmenskri menningu sem best en rúmensk matargerð byggist nær eingöngu á kjötmeti.

næst kem ég því að matartímanum. við byrjuðum á hefðbundinni nokkurs konar kjötsúpu, því næst kom sarmale

en það er hakkað kjöt og grænmeti og hrísgrjón vafið inn í lauf eða kálblöð. eftir það kom einhvers konar kæfa (þarna var ég löngu orðin södd) sem er svipuð og paté sem allavega mamma mín gerir fyrir jólin, og loks brauðkennd kaka með núggatiröndum. allt bragðaðist þetta mjög vel!

eftir mat keyrðum við gegnum pínulítið þorp, fórum út og skoðuðum vatn við eina virkjun, fórum í klessubíla í litlu tívolí og svo heim í meiri mat. á miðnætti fóru allir úr þorpinu í kirkjugarðinn með kerti að ná í ljós fyrir páskahátíðina, sem þau báru svo heim og létu loga í smá stund. mjög falleg hefð.

páskadagsmorgunn hófst á heitri mjólk með hunangi, fallegum rauðum lituðum eggjum sem sem fylgir önnur lítil hefð en tvær manneskjur þurfa að taka sitthvort eggið, önnur segir "kristur er endurfæddur", hin svarar "já það er rétt" eða eitthvað á þá vegu og svo slærr hinn fyrri með sínu eggi í hitt og reynir að brjóta það. svo öfugt. með þessu var svo meiri kaka.

fórum í ferðalag í lítið þorp þar sem amma og afi george búa og keyrðum gegnum fullt af litlum pastelmáluðum sveitaþorpum með sígauna og hesta og önnur fínheit. amman og afinn búa í rosa sætu hefðbundnu rúmensku húsi með munstruð teppi og dúka og húsdýr, hlöðu, kamar og tilheyrandi. enn og aftur borðað mjög mikið. eftir mat fórum við svo að skoða einn garð í kringum safn tileinkað tónskáldinu george enescu (en svo skemmtilega vill til að í búkarest bý á á str. george enescu nr 40) og svo löbbuðum við í skóginum og óðum í á sem var mun heitari en íslenku lækirnir...á leiðinni til baka stoppuðum við í nokkrum bæjum, meðal annars einum þar sem býr fullt af gömlu fólki því þar eru allskonar uppsprettur af vatni með lækningamátt. eftir að hafa smakkað öll vötnin sem voru um 10 talsins og hvert öðru saltara og skrýtnara, sem við ýmist spíttum út úr okkur eða píndum ofaní okkur því það var talið gott fyrir augun, komumst við að því að síður en svo voru þau öll ætluð til að drekka heldur eins og í augnvatnstilfellinu ætluð til að þvo augun með og lækna. og auðvitað borðuðum við svolítið meira þegar við komum heim.

mánudagsmorgunn hófst á morgunmat, svo sóttum við annan george, keyptum ís og keyrðum svo útúr bænum að skoða lítil þorp og fjöll og læki. enduðum á stað þar sem er að finna náttúruleg gös sem koma upp úr jörðinni og þar kveikir fók eld. ef maður rótar í sandinum stækkar eldurinn. mjög skrýtið. en sígaunar og allskonar "skrýtið" fólk kemur þangað og grillar mat en það er ekki mjög heilsusamlegt. heim að borða meira. allskonar mat og kirsuberjaköku mmmm.

send heim með kossum, matarpakka frá foreldrum og heimboði í framtíðinni. frábær páskahátíð!

í dag braut ég svo upp póstkassann og fékk einhvern tæknikall í blokkinni á móti til að setja upp nýjan lás fyrir mig. keypti handa honum kippu af bjór í staðinn.

4 comments:

Halla said...

En klikkað næs

glamurgella.blogspot.com said...

Geturðu póstað á Vínkonur hvernig kúkurinn var?

dóra said...

bryna...oj?

Anonymous said...

enn unaðslega kósý páskahátíð! mín var ekki svona ljúf!
kv, unnur