dyrasíminn hringir með hljóði sem minnir á reykskynjara og fyrir utan er mættur maður frá símafyrirtækinu. ég ýti á núll til að hleypa honum inn og stuttu seinna birtist hann í dyrunum. miðaldra, með góða bjórvömb, í gallavesti með verkfæratösku og langa snúru. hann segir halló og gengur í bæinn, er ekkert að eyða tíma í spjall um veðrið eða annað hversdagslegt heldur dregur upp stærðarinnar steinbor og smellir einni holu í vegginn fyrir ofan dyrnar að íbúðinni. lítur í kring um sig, skoðar dyrakarminn á næstu hurð og er ekki viss í fyrstu, ríður svo á vaðið með borinn á ný í eitt hornið. skipar mér að loka glugganum, biður um stól sem vill svo til að er aðeins til í formi viðkvæms strákolls úr eldhúsinu en hann hikar ekki þó líkamsástand hans bendi til þess að téður stóll muni ekki standast álagið. það sleppur fyrir horn meðan hann þræðir snúruna gegnum holurnar tvær. kastar úlpunni sinni á rúmið mitt, tyllir sér fyrir framan tölvuna og tengir snúruna við. lætur mig skrifa undir eitthvað blað þar sem nafnið mitt er prentað GISLADOTTIR DORA GRUND, slær inn lykilorð og hviss bamm búmm, tenging hefur náðst við veraldarvefinn. segir bæ og skilur mig eftir með skítugt gólf en fínustu nettengingu.
þetta gerðist reyndar núna áðan, föstudaginn langa árið 2011. hér er fólk ekkert að gera kröfur um ósýnilegt internet út um alla íbúð. kippir sér heldur ekkert upp við að mæta í vinnuna á föstudaginn langa. ég held að allt sé opið í dag. líka pósthúsið sem lét mig mæta klukkan 8.30 í morgun til þess eins að segja mér að þeir hefðu ekki fundið pakkann minn frá íslandi með páskaegginu.
:(
en sem betur fer keypti ég mér súkkulaðihænu til vonar og vara sem er með einhvers konar surpriză inní. vonandi er það ekki eitthvað í anda "happy ending massage" eins og virðist vera svo vinsælt hér..
páskakveðja,
eilífðarstarfsmaður á grund
3 comments:
Ángæð með netið.
Ekki ánægð með páskaeggið.
Ég veðja á að hið óvænta sé málsháttur.
Hlakka fáráráráránlega mikið til að koma. Og sjá þig!
þú ert dúlla.
ég hlakka til að halda múffupartý þegar þú kemur loksins heim :D
byrjun færslunar minnir mig á byrjun á góðri klámmynd. sérstaklega þetta með borinn. hélt það væri myndlíking...
Post a Comment