
ég býst við frábærum nágrannaböndum og er strax farin að plana matarboð og vídjókvöld.
annars hef ég komist að helsta menningarlega muninum á rúmensku vinum mínum og mér.
-þau nota mjólk og mikinn sykur í kaffið sitt og drekka það hægt.
-ég vil kaffið mitt heitt og svart og drekk það því hratt.
get samt ekki sagt að þetta valdi menningarlegum árekstrum í vinskap okkar.
í síðustu viku fór ég að ná mér í alvöru internet og skrifaði undir samning. eina sem vantar er að mennirnir frá internetfyrirtækinu komi og setji netið upp í íbúðinni. þolinmæði er mikilvægur eiginleiki hér í borg. jafnframt held ég að rúmenar þekki ekki hugtakið um stundvísi. ekki einu sinni kennarinn mætir á réttum tíma heldur 15-20 mínútum of seint. þetta fyrirkomulag hentar mínu tímaskyni því einstaklega vel eða kannski of vel.
á föstudaginn fór ég í litir og föndur og keypti mér allskonar teiknidót. nú þarf ég bara að byrja á þessum ansans sjálfsmyndum. um kvöldið fór ég í partý í einhverju iðnaðarhúsnæði þar sem var sýning og partý á vegum mccann og annarrar auglýsingastofu og cinnamon chasers voru að spila. vaknaði með 3D gleraugu í veskinu sem var afar ánægjulegt.
annars er ég hugfangin af þessu: http://www.youtube.com/watch?v=_0LRBUa6sf4&NR=1
og þessu: http://abandonedplaces.livejournal.com/1651741.html
en í pripyat sem er rétt fyrir utan tchernobyl eru dýrin farin að hreiðra um sig í borginni sem hefur staðið næstum ósnert í yfir 20 ár.
í dag er komin sól aftur eftir frekar gráa viku. það kallar á göngutúr!
3 comments:
þú ert orðin fullorðin kona, með samning og allskonar.
þetta kaffimál er áhugavert gott samt að þetta hefur ekki áhrif á vin8 (ég var samt semí að vona að þetta myndi eyðinleggja allt og þú myndir bugast og koma heim, nei djók ég sendi bara góoðar hugsanir.)
Miki er ég glöð að dýrin eru farin að snúa aftur.
spurning hvort þetta séu ekki tilvalin heimkynni fyrir dórakel?
Post a Comment