Sunday, April 3, 2011

og þá var kátt í höllinni

ég afmeyjaði heimilið á föstudaginn og hélt innflutningspartý.
það mættu um 20 manns, við sátum á gólfinu, skáluðum í sjampó, krotuðum í gestabók, gerðum allskonar plön sem sennilega aldrei verða framkvæmd, og höfðum almennt gaman til 7 á laugardagsmorgni. engar kvartanir frá nágrönnum sem mig grunar að séu allir 70+ ef marka má öll skiptin sem ég held dyrunum á blokkinni fyrir eldri borgara á leiðinni inn og segi "bună ziua" og þau brosa krúttlega og segja "mulţumesc".

fékk tvo kærkomna vini til aðstoðar við þrif daginn eftir en allan daginn leið mér eins og þessu dýri:

og endaði kvöldið á experimental drone event á control club sem var alveg viðeigandi.

það er svo skrýtið hvað mér líður vel hér og sakna íslands ekki neitt. þetta er eins og að vera í ástarsambandi sem maður veit að mun enda.

en ég lofaði myndum:


þetta er svefnherbergið / stofan

fyrirmyndareldhús

baðherbergi

já þetta er smá tómlegt eins og er en mun vaxa og dafna með tímanum.

langar að skrifa allskonar áhugavert en það verður að bíða því ég þarf að sinna svo mörgum verkefnum fyrir skólann.
la revedere

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert bara eins og blóm í eggi! Ánægð með þig! -Steinunn

dórakel said...

og varðandi vaskinn:
skilaði lyklinum að heimavistinni og maddamman brosti bara og kvaddi. múhaha

glamurgella.blogspot.com said...

Ég er mjög spennt að vita meira um "afmeyjunina" á íbíðunni HEHEHEHHEHEHEH.

Þetta lítur stórkostlega út. Þú ert stórkostleg!

Gyða Lóa Ólafsdóttir said...

ég er letidýr! ÓTRÚLEGT.
ég er búin að sjá allar þessar myndir + tvær aðrar. get ekki beðið. miss yah miss yah really wanna kiss yah.