i dag varð ég 19 ára
nánartiltekið í morgun kl 06:26
reyndar hafði ég gleymt mínu eigin afmæli
svo ég hef ómögulega getað áfellst þá sem gleymdu.
takk elsku berglind fyrir að hafa minnt mig á
ég lofa að minna þig rækilega á þinn dag.
nú er ég ein að fagna afmælinu mínu
það er samt eingöngu því ég má ekki brjóta prinsippið fyrir komandi ár.
ég hef hugsað mér að rækta sjálfa mig, heimilið, fjölskylduna og vináttuna.
ekkert annað.
nú er ég komin heim til min
mamma rétt í þessu að gefa mér hvítt og rautt vín
ef það var gert i tilefni þess að ég er 19 ára
þá elska ég að vera 19 ára.
ég held ég hafi ekki áorkað neit á þessum 19 árum
eins leitt og það hljómar
ég vann reyndar einusinni páskaegg í bingó
en það var fyrir löngu
svo í dag má segja að ég lifi á fornri frægð.
ég ætlaði að skrifa lista um afrek mín í lífinu
en ég hætti við þar sem hann yrði heldur tómlegur og jafnvel vanrdæðalegur.
nú ætla ég bara að fara út í góða veðrið
mikið er gott að eiga afmæli í dag
8. febrúar
1 comment:
EG SAKNA ÞIN LJOSIÐ MITT
Post a Comment