dagurinn í gær var samt góður. ég fór í skólann sem er frekar fínn og hitti alþjóðafulltrúann sem er mun betri í ensku en hún gaf uppi í tölvupóstunum. það virðist vera eitthvert samskiptaleysi milli kennara en eftir að við ákváðum að ég yrði í ljósmynda- og vídjódeild þá lét yfirmaður þeirrar deildar mig fá lista með símanúmerum kennaranna og óskaði mér góðs gengis. í staðinn fyrir fræðikúrsa sem eru jú allir á rúmensku fæ ég svo að leika mér á prentverkstæðinu.
eftir skóla fór ég í könnunarleiðangur númer þrjú og rambaði inn í piata romana sem er mjög fínt hverfi. þar var götumarkaður þar sem eru seld lítil skraut, oftast nælur með rauðu og hvítu bandi í, en það er víst siður hér að 1. mars þá gefa rúmenar konunum í lífi sínu svona skraut, hvort sem það er eiginkonan eða strætóbílstjóri. ég keypti svona handa sjálfri mér og festi við lykilinn minn.
ég fann bíóið cinema patria sem sýnir myndir á ensku sem er snilld og þar við hliðiná rakst ég á dásamlega bókabúð í fallegu gömlu húsi en þar eru auk bóka seldir geisladiskar og plötur, dvd myndir og dýrindis te. þegar maður er einn á nýjum stað er svo mikilvægt að umvefja sig góðu dóti svo ég keypti mér tvær alvörubækur, tvær kanínubarnabækur á rúmensku (til að æfa mig), lísu í undralandi á dvd (með rúmenskum texta) og japanskt cherry blossom te.
ég er búin að hitta hina herbergissystirina en hún heitir christina en hún er svona týpa sem gælir við að vera emó. svo er víst ein önnur að koma í dag en hún kom með dótið sitt í fyrradag og meðal annars kassa með mynd af koppi á sem ég veit ekki hvort ég voni meira að sé koppur eða dót í koppakassa.
í gærkvöldi var svo smá partý í herberginu þar sem ég spilaði íslenska tónlist fyrir rúmensku börnin og þau voru ekkert alveg að kaupa það nema ein sem átti að minnsta kosti FM Belfast plötuna í tölvunni sinni. hún er líka mest kúl af þeim og best í ensku.
það eru víst tvær stelpur frá búlgaríu og tvær frá póllandi hér líka og svo komst ég líka að því að það eru þrír franskir strákar í mastersnáminu í ljósmyndun sem er nú ekki amalegt.
hér eru svo mínir veraldlegu munir í búkarest ef frá eru talin fötin mín:

nokkuð gott?
2 comments:
það er svo gott að gæla við það að vera emó.
er ekki e-ð myndband á youtube sem getur kennt þér að skipta um vask?
xoxo
mikið hljómar þetta allt spennandi! ég get ekki beðið eftir því að sjá myndir :)))) hafðu það gott elskuu hugsa til þín xx
Post a Comment