YNDISLEGT
og ég var einnig bitin í höndina af hundi á karókíbar. mín mistök að ætla að klappa honum smá. ekkert alvarlegt. ekkert blóð.
síðasta vika er búin að vera mjög skemmtileg, krakkarnir í bekknum mínum eru afar vinaleg og ég er nú þegar búin fara í tvö partý með kennurunum mínum. við gáfum út blað á föstudaginn sem ég get kannski deilt í gegnum veraldarvefinn á næstu dögum. núna mun samt námið byrja á rúmensku svo ég þarf að finna mér góðan túlk innan bekkjarins. fæ samt að gera sjálfstætt ljósmyndaverkefni með öðrum kennara sem er víst einn þekktasti ljósmyndari rúmeníu og heitir iosif kiraly http://www.iokira.com/ gaman það!
á þriðjudaginn fór ég í smá ferðalag með tveimur strákum úr bekknum mínum. þeir fóru með mig að skoða vötn og garða í borginni og svo reyndum við að komast inn í einhverja stóra byggingu sem leit út eins og fangelsi, það litla sem við gátum skoðað að innan. held þetta hafi samt verið höfuðstöðvar dagblaðs.
annað vatnið sem við heimsóttum var búið til sem niðurfall gegn flóðum í borginni og var látið fara yfir kirkjugarð. úti í vatninu er svo lítil eyja með leifum af einhverskonar tjörn og skrauti úr kirkjugarðinum. þarna í kring eru líka rosalega margir hundar og heimilislaust fólk býr við göngustíginn í endurvinnslukofum.
klúbba-dóra er núna búin að fara á þrjá stóra klúbba. studio martin sem var einu sinni bíóhús en þar voru electro dj-ar frá berlín að spila og ég ekki alveg á þeim dansskónum. kulturhaus sem er frekar nýr og mjög stór er svo annar sem spilar mainstream rokk a la 10. bekkjarpartý og mér leiddist. súper ódýrir drykkir samt, 5 lei sem er 200 kr! control club líkaði mér best við en þar var góð músík og bæði dansgólf og nóg af sófum og borðum. kom inn á einhverja drone tónleika sem var alveg kúl og svo var bekkjarbróðir minn að dj-a eftir það og er greinilega fær. í gær fór ég svo á téðan kaókíbar sem er bara rétt hjá heimavistinni en það var mjög fyndið því þar er bara sungið rokk-karókí og mjög misvel eins og gefur að skilja.
ég er búin að vera ein í herberginu alla helgina sem er dásamlegt. er því búin að spila mína tónlist og elda minn mat án þess að vera með þrjár manneskjur ofan í mér en þær fóru allar heim til foreldra sinna yfir helgina.
núna er ég að fara að hitta einhverja kids úr bekknum í kaffi á efstu hæð í höllinni hans ceausescu og fá mér göngutúr í góða veðrinu.
alright bæ
4 comments:
SNILLD!
unaðsins unaður! gaman að heyra hvað allt er ljúft! :D
love úr garðabænum
varstu að grínast með dog?
annars er klúbba dóra mjög gott viðurnefni.
Nákvæmlega það sama og ég hugsaði um "klúbba dóru"
ég ætla alltaf að kalla þig það héðan í frá.
Post a Comment