Ion Barladeanu var heimilislaus og bjó í ruslageymslu í kjallara á kommúnistablokk í búkarest. þar notaði hann hvers kyns tímarit og prentað efni til að búa til collage/klippimyndir, yfirleitt tengdar Ceausescu og kommúnisma en hefðu myndirnar litið dagsins ljós fyrir byltinguna 1989 hefði téður Ion sennilega ekki hlotið það lof sem hann hefur fengið eftir að hann var uppgötvaður 2007. núna er hann ríkur og frægur og hefur hitt Angelinu Jolie en vinur minn sagði mér að hann lifði enn eins og heimilislaus og vinnur áfram í klippimyndunum sínum.




Ion Barladeanu er fyrsti rúmenski myndlistamaðurinn sem ég kynntist hér. flottur.
1 comment:
Niceeer.
hvernig fór með vaskinn samt? ég er stresskisi yfir því öllu.
Post a Comment