annars hef ég ákveðið að borða mikið súkkulaði í búkarest. þar gengur maður allavega að einhverju vísu.
ég er líka svo hrædd við að fara inn á matsölustaði því þá þarf ég að tala.

sá fótalausan mann í dag á hjólabretti. það var erfitt að stoppa ekki og horfa. aðdáunarvert.
ég er búin að hringsóla mjög mikið síðustu daga því það þykir víst ekki mikilvægt hér að merkja hlutina vel. sem dæmi eru metro stöðvar næstum ósjáanlegar þar til þú gengur óvart niður í þær. hef því séð allskonar skrýtið eins og til dæmis útfararstofur sem virðast vera á öðru hvoru götuhorni hér í borg og ósjaldan er gerviblómabúð skellt við hliðiná. þá færðu allt á sama staðnum fyrir útförina. bráðsniðugir þessir rúmenar!
er aftur orðin hrædd við hundana. heyrði bitsögu í gær og varð stressuð að labba með refaskottið mitt um hálsinn í dag af ótta við að það yrði ráðist á mig. ansans skottið kemur mér í vandræði víðsvegar um heiminn.
það er fyndið hvað maður er fljótur að venjast. ég var rétt í þessu að klæða mig í sturtuskóna mína, fara með óhreina uppvaskið, eftir að hafa eldað mér kvöldmat á prímus, inn á klósett og vaska það upp með svampi og einhverskonar uppþvottalegi í föstu formi í baðherbergisvaskinum eins og ekkert væri sjálfsagðara.
á mánudaginn fæ ég svo að byrja að gera list!!
(og já koppurinn var ekkert djók. honum fylgdi líka allskyns barnadót. hún og kæró eru víst byrjuð að safna fyrir börnin.)
No comments:
Post a Comment