Sunday, November 18, 2007

sökudólgur

þegar ég var lítil las ég mikið af bókum.
mikið meira en ég geri núna.

ég kenni fríðu framhleypnu um þetta.
ég leigði hana oft á bókasafninu þegar ég var lítil.
dag einn var ég að lesa um hana í skólanum og vinkona mín líka.
mín bók var frá borgarbókasafninu, og hennar frá skólabókasafninu.

við vorum litlar og vitlausar.
okkur tókst að víxla bókum.
ég skilaði "minni" bók á "réttan" stað.

ÞETTA HEFUR OLLIÐ MÖRGUM VANDRÆÐALEGUM SAMTÖLUM Á ÞESSA VEGU:

ég: hæ ég ætla að taka þessar bækur (ég veit nokkurnvegin hverju ég á von á)
bókasafnsmaður/kona: jááá. bíddu nú við.... RAKEL SIF, AFHVERJU ERTU EKKI BÚIN AÐ SKILA FRÍÐU FRAMHLEYPNU FER Í SUMARFRÍ, ÞÚ FÉKKST HANA HJÁ OKKUR Á SÍÐUSTU ÖLD OG ERT BÚIN AÐ VERA MEÐ HANA Í LÁNI Í RÚMAN ÁRATUG?!?!?!??!!?
(ég ég verð mjög kindarleg og segi þeim sólarsöguna og að mamma hafi borgað skuldina)

ég fæ samt yfirleitt að fá bækur í láni en hugsa alltaf:
JÖRÐ
GLEYPTU
MIG
NÚNA

þar sem ég er vandræðaleg manneskja að eðlisfari, ekki framhleypin og aldrei nokkurntíman upplögð fyrir samræður á borð við þessar hef ég álveðið að hætta að heimsækja bókasöfn.

vá hvað sökudólgur er fyndið orð

1 comment:

Anonymous said...

hehehe. en nú er allt lagað mín kæra!
eins og ég sagði ef þú bíður nógu lengi þá eyðast allar þínar skuldir.
það borgar sig að skila EKKI.