ég fór í dýragarðinn og sá gíraffa og ljón og tígrisdýr og blettatígur og fíl og flamingo og ísbjörn og úlf og skógarbjörn og apa og belju og geitur og nashyrning og krókódíl og kónguló og fiðrildi og skjaldbökur og sebrahest (nei nú laug ég ...ég sá ekki sebrahest en mig langaði að hafa séð sebrahest) en dýrið sem stóð klárlega uppúr var þetta

ég fékk mér líka svona búining þeir voru til sölu við innganginn
núna verður sko ekkert stress hjá mér fyrir öskudaginn
:D
ég fór líka í tívolí og ég fór í öll tækin. það voru rússíbani og fallturn og róla sem fór ógeð hátt og annar minni rússíbani og annar enn minni rússíbani og bátur og töfrateppi og margt margt fleira skemmtilegt
svo sá ég balletsýningu
það var líka lítil kona sem gaf mér rós og reyndi svo að selja mer hana þegar hún var búin að gefa mér hana því hún var með miða sem stóð á að hún ætti enga peninga. ég velti þá fyrir mér hvar hún hafði fengið rósirnar og annað hvort var hún að ljúga eða hún stal þeim og ekki vildi ég sko eiga stolna rós svo ég skilaði henni og sagðist ekki eiga peninga og að ég skildi hana ekki.
svo sólbrann ég. annað en hér. hér á íslandi er bara rok
ég keypti líka smá föt og hitti henrik vibskov (nei laug aftur...ég held bara að ég hafi séð hann í búðinni hans) en ég hitti urði í gusgus (já þá meina ég hitti ekki sá, ég veit ýkt hip gella ég) því þau (gusgus) eru að túra og voru með tónleika í köben og ég sagðist vera fan númer 1 sem ég er sko og hún gaf mér númerið sitt og sagði að í hvert sinn sem ég vildi spila með þeim væri ég velkomin sem er geggjó
það voru líka alltaf massíft heitir gaurar að spurja mig hvenær strætó kæmi og hvað klukkan væri og eitthvað
í fríhöfninni keypti ég kvö karton af marlboro og m&m peanut butter (lygi númer 3, það má bara kaupa eitt sígarettukarton) og þegar gellan á kassanum átti ekki uss inneign þá kýldi ég hana og kippti svo með mér þriðja kartoninu
ótrúlegt hvernig svona stórborgir fara með mann
en núna ætla ég bara að horfa á amelie. en samt ekki núna heldur á eftir þegar ég er búin að borða. og ég ætla að borða m&m peanut butter sem er best í heimi.
á morgun er ég svo búin að ákveð að verði gott veður og þá ætla ég í ræktina eftir vinnu því ég vinn í ræktinni og svo í sund. mér finnst samt raunsærra að segja að ég ætli í ræktina í hálftíma og taka svo strætó í einn og hálfan tíma heim í kulda og roki.
mikið haustar snemma í ár
-betri helmingurinn (afsakaðu ískalda staðreynd rakel, ég er ekki mikið fyrir að vinda tuskurnar áður en ég slengi þeim framaní fólk)
3 comments:
vel orðað...haustið komið snemma. Alveg frábært þetta sumar á íslandi.
En dóra, þetta gengur ekkert, ég heimta hitting! Ég legg til að þú kíkir í heimsókn til mín og sjáir juniorinn ;)
-eva
það má held ég að vísu alveg kaupa tvö karton...bara annað mál að fara með þau í gegnum tollinn...
sjitt
hvað þú
ert fyndin pía
Post a Comment