Thursday, June 28, 2007


við ætlum í útilegu
það eru allir velkomnir
nema þeir sem finnst við leiðinlegar
semsagt anna og unnur þið eruð velkomnar
aðrir ekki


það sem þarf:

* tjald! á einhver 4 manna tjald? eða kannski stærra, þið vitið hvernig hún rakel hefur tútnað út eftir að hún hætti í fótboltanum

* svefnpokar! það reddar bara hver fyrir sig

* teppi! helst 2...eitt til að sitja og borða pikknikk (helst má klínast smá matur í það) og eitt til að vera í sólbaði á

* pullur! því ég er pulludrottningin

* áfengir drykkir! æj þið vitið svona sem lætur mann segja kjánalega hluti eða fá viðurnefnið pulludrottningin

* bíll! já það þarf einhver að bjóða bíl (mér lýst best á unni því hún er eina sem á bíl..þeas af fólki sem finnst við ekki leiðinlegar) oooog við greiðum bensín að sjálfsögðu

* fótbolti! því það er gaman

* einnota grill! eða er hægt að komast í grillmazter3000 þarna nálægt?

* ruslapoka! til að spara skal ég stela þeim úr vinnunni...fátækir námsmenn..

* tjalddýnur! ég á svoleiðis. þær eru marglitar og hip

* heilsukarfa frá maður lifandi! því við erum allar svo spikfeitar og í megrun..ekkert candy fyrir feit börn!

* sólartanningoil og bikini! því við ætlumað ná góðu tan og grillast eins og pullur

* ferðaútvarp! því það er gaman og ég við hlusta á hreim (þá meina ég erlendan hreim en ekki söngvarann (hah þið hélduð hinn!))

* góða skapið! því það á alltaf að vera með í skólaferðalögum

ég legg til að við leggjum í hann kl svona 5 á föstudagseftirmiðdag því þá ættum við akkurat að lenda í mestu traffíkinni, ég elska traffík. sko skemmtistaðinn traffík í keflavík. ég sá einu sinni heitan gaur þar. hann var með strípur.

eeeeeeeeeen áhugasamir skrái sig sem fyrst hér í comment
semsagt enginn því anna og unnur eru búnar að segjast ætla með haha
lúðar

3 comments:

Albert said...

ég kemst ekki með því mér finnst þið leiðinlegar og ég á ekki gott skap til að hafa með í för. annars er ég að fara í brúðkaup svo ég double kemst ekki.

sorrý

Anonymous said...

ég er að halda mitt eigið djamm. ykkur er boðið, en bara afþví að ég veit að þið komist ekki

Anonymous said...

ég flutti til bretlands til að forðast ykkur, þannig ég er klárlega ekki að koma.