Friday, June 1, 2007

los friendos foreveros


það er ógeð langt síðan síðast.
dóra er búin að vera á vitum ljóna og dönsku pullsunnar nú í viku.
hún er með mömmusinni. hún heitir lóla.
hún er með systursinni. hún heitir perla. (mig langaði alltaf að heita perla þegar ég var lítil, erla perla eða e-ð svoleiðis)
hún var líka með vinkonu mömmu sinnar. sem heitir e-ð leiðinlegt því hún er ekkert rosa skemmtileg að dóru sögn.
hún var líka með dóttir hennar. áhugamál hennar eru að klappa kisunni í götunni sinni.

þær fóru í dýragarðinn og tívólí. (já ég veit e-ð fleira líka dóra, en mér fannst þetta standa uppúr).

svo þegar við búum í hverfi þar sem leika um glæponar á hverju strái í kaupmannahöfn N í sumar.
DAMMDAMMDAMM.....

NORREBRO

þá ætlar dóra að sýna mér dýragarðinn og tívólíið og mun hún þekkja það líkt og sinn eigin lófa.
það verður rosalega gaman og við ætlum að bjóða í fiesta öllum vinum okkar.
þið fáið boðskort á myspace í næstuviku.
boðskort á myspace eru nú alveg gúglígú.

þetta verður gott sumar.

ómægodHRÖNNERÍHEIMSÓKN
við höfum verði íðí í tíma og ótíma sem er ógeð gaman. ég sprakk af gleði á prikinu, sigga sprakk líka og miklu fleiri píur.
þetta var svo sannarlega ein óvænt ánægja.

hún fer á morgun það er ekki gaman fyrir island. skemmtilegt fyrir england og frakkland. og fleira.
ég er að fara að heimsækja hana í frakkland í 2 vikru við ætlum að vörka vel tanið og næla okkur í gott base tan. ef ekki meir en það. kannski heita frakka. þá frakka sem eru menn en ekki frakka sem eru jakkar. eða bara bæði.

jii en gaman.

lífið leikur lítið við okkur þessa stundina. hrö er tæp á tauginni og er á ystu nöf með að hengja sig í gluggatjölfunum. ég sagði hrönn stop in the name of love. hún sagði ókei þá. og hætti ólátunum undir eins.

við ætlum að gera e-ð rosalega villt í kvöld. gleðin verður við völd. og við ætlum að vera úti alla nóttina. (það er lag á sumardisknum hans pabba hennar hrannar. það er á eftir uppáhaldslaginu okkar) uppáhaldslag og svo kemur úti alla nóttina.

ég og hrönn og steinunn fórum að gefa öndunum brauð fyrir 2 dögum.
við hittum tvo menn í frakka. þeir voru með brauð og gáfu okkur með sér. það var nótt og það voru engar öldur. og engir mávar, það eru ekki mávar á næturna. það var ógeð rómantískt og við ætlum alltaf á deit við tjörnina. helst í tjörninni. við fórum í hljómskálagarðinn og ræddum um sleðahunda og smelluparket.

við fundum hinn fullkomna stað fyrir lautarferðir. við ætlum fljótlega í lautaferð þar og á þriðjudaginn sendum við út boðskort á myspace og þar stendur hver kemur með salatið og hver kemur með dúkinn.

hrönn líst ekki á blikuna og finnst þetta heldur langt.
hrönn er guðinn á meðan sigga ford er úti á akureyri að syngja gloría mesus.

ég geri allt sem hrönn segir í kvöld.
ég er farin að nudda á henni tærnar, búa til fansí kaffi, og panta hlöðver í hópsleik fyrir hana.
ég sendi boðskort til hrannar hlöðvers og kristínar mjallar. myspace miðvikudagur. heit boðskort komin til ykkar. svona: hæ ég heiti hrönn endurtökum leikinn. stanslaust stuð að eilífu amen.

okei bæ

1 comment:

Anonymous said...

mig langar til frakklands...ég hef heyrt að ljónin þar séu mun stærri og betri ljón en í danmörku