Monday, May 19, 2008

júró frómar

einu sinni var ég júróvisjón fan.
núna verð ég í 3 útskriftarveislum í stað þess að fylgjast með júróvísjón.
ég get ekki sagt að ég gráti það.
vandinn við 3 útskriftarveislur er hins vegar sá að ég þarf að finna 3 útskriftargjafir!
og það er hægara sagt en gert.
vandamál númer tvö er að ég þarf að vera kurteis og fá mér veitingar og drykki á hverjum stað.
kannski ekki mjög slæmt vandamál en getur orsakað of mikla seddu nú eða of mikinn fullleika.

annars þá er þessi síða frekar búið spil. dórakel í sitthvoru landinu í sumar, ýmist í danmörku íslandi eða frakklandi svo það verður lítið um dórakel. í parís verður það bara dóra-kel og í köben dó-rakel ef þið skiljið grínið...

ég er búin að vera í sumarfríi frá 5. maí, atvinnulaus í þokkabót eða svona hérumbil. áhugamál mín hafa verið sólböð, kaffihús, bíómyndagláp og annað hangs. átti reyndar óvænta gleði í keflavík um helgina. ég gunnar og hlöðver hugleiddum að taka bara heilt ár í keflavíkinni gömlu góðu. fá íbúð út frá þarna skólanum keili eitthvað og kynnast heimaslóðunum enn betur.

efast um að það verði að veruleika.



gute Nacht

No comments: