á föstudaginn átti fagra fljóðið hún svala afmæli
eða reyndar átti hún afmæli í dag en hélt boð á föstudaginn þrátt fyrir storm og óveður.
eftir (næst)bestu pizzu sem ég hef smakkað, abba session og kjólamátanir héldum við á vit ævintýranna
jújú á kaffibarinn.
ævintýri kvöldsins samanstóðu af bjórhellingum, dularfulum smsum, leynifundi, fullum alberti, ringulreið og spjalli við semifrægan mann sem bondaði við semifræga dóttur semifrægs manns. morguninn eftir vaknaði ég svo með eitt stykki rakel í rúminu mínu.
laugardagskvöld var ég heitasta pían í bænum því mér var boðið í 2 afmæli og eitt partý. púllaði hins vegar ekki svo heitustu píuna í bænum, var á bíl, kíkti stutt í 2 afmæli og fór snemma að sofa.
í morgun spilaði ég svo í messu fyrir krakkakrútt í sunnudagaskóla. ég er að hugleiða að gerast djákni.
eftir messu gerði ég ekkert nema elta systir mína með myndavél en ég er einmitt að æfa mig fyrir hitt framtíðarstarfið.
papparassi.
annars þá bið ég ykkur vinsamlegast að reyna ekki að ná í mig næstu 2 mánuði, ég verð nefnilega stödd í litháen.
-dó
3 comments:
hahaha PAPPARASS
Ertu að fara til Litháen??
Ertu að fara til Litháen??
Post a Comment