Sunday, April 29, 2007

ps

blogg. annálaskirftir nútímans. annálaskrifarar nútímans eiga blogg. blogg var orð ársins 2004. blogg er vinsælasta tjáningarform almennings.

nýgræðingur.kasmir.hugi.is. www.folk.is/gugga_babe. www.gístríngs.tk. www.blog.central/gellusíða. www.artí.blogspot.com. stjórnmálamaður.bloggar.is.

albert - nosoulman.blogspot.com
albert hefur lengi verið viðriðinn bloggheiminn eða síðan í september 2004. þá var hann ungur drengur með teina og fór í sleik við stelpur í skíðaferðum. fyrsta bloggfærsla alberts hét Búmmstjékkabúmmstjékkabúmmsbaba og finnst okkur það endurspegla persónuleika hans. þess má geta að færslan fékk engin comment. í bloggfærslum alberts má lesa um tónlist, ketti, tónlist, einmanaleika, dósamat og
tónlist. albert er hálfeygur. háfeygur. háfleygur. leiðinlega týpan.


brynhildur - glamurgella.blogspot.com
brynhildur er aldursforseti annálaskrifara þeirra sem listaðir eru hér til hægri. bloggsíða hennar hefur verið gangandi síðan í desember 2002 en þá var hún brynhildur ung og saklaus. brynhildur er ekki feimin við að tjá sínar dýpstu tilfinningar né sterku skoðanir á bloggsíðu sinni og notar hún oft orðið "lífið".
hún talar oft um að eistugellur þurfi að hittast. við vitum ekki hvað eistugellur eru. við erum allavega ekki klámsjúkar eins og sumir.
tilfinninga týpan.

ford og hoes - www.blog.central.is/fordogco
þessi síða var stofnuð af 7 heitustu busastelpum 89 árgangsins í mh. þær áttu það sameiginlegt að vera yfir aðra hafnar og ákváðu því að sameina krafta sína í gellusíðu. þessar þrusugellur hafa hangið með aðal spöðum MH og eru sjúklega heitar. nú á öðru ári hika þær ekki við að gefa busastelpum "tussusvip" þegar þær valsa framhjá busaborðunum í ballkjólum og hælaskóm með 5 ljósatíma í andlitinu.
fordogco eru brjáluð djammdýr, detta í það hverja helgi og muna ekki atburði næturinnar þegar þær vakna í sveittu rúmi ókunnugs manns á hverfisgötunni.
djammgellí týpurnar.

halldór - milk-and-myself.blogspot.com
okkur finnst halldór fyndinn og er síðan hans uppáhalds síðan okkar, fyrir utan myschool auðvitað. halldór á 2 ára blogg afmæli þann 16.maí og hefur hann þegar farið með boðskortin í póst. "þessi síða verður ekki steríó-blogg, hún verður alvöru retro-blogg" já það má með sanni segja að halldór arnars sé maður sinna orða. hann ditsar allt eins og honum einum er lagið, sem er oft ógeð fyndið. fyndna týpan.

haukur - haukur-hallsson.blogspot.com
þann 19. apríl átti haukur árs blogg afmæli. bloggferli hans má líkja við sundferð.
í apríl 2006 er hann í grunna enda laugarinnar en í apríl 2007 berst strákgreyið við djúpið. haukur er háfleygur. hann bloggar um málefnalega & háfleiga hluti á sama tíma og hann hneigir sig fyrir móðurnáttúru. háfleyga týpa.

skúli - skullbojj.blogspot.com
skúli er nýgræðingur í bloggheiminum sem og við. hann fær þó nokkur prik fyrir frumlegt blogg. hann er listrænn & hæfileikaríkur. hann notar sína lista- & blogghæfileika, blandar þeim í eitt fúsjón og útkoman er tah dah (sungið) skullbojj lista og blogg síða. listræna týpan klárlega.

ívar - ivare.blogspot.com
ívar. þruman úr heiðskýru lofti með blogghittarann bloggý, þann 1.sept.2004. hann bloggaði um það sem hann hafði gert og um hvað hann borðaði í morgun-, hádeigis-, og kvöldmat. með árunum 2005, 2006 & 2007 hafa bloggin þróast og eru þau ansi torskilinn þann daginn í dag. óskiljanleg týpa.

okei bæ

p.s. ég var að labba úr vinnunni og sá randaflugur, þið skulið passa ykkur!

10 comments:

Halldór said...

Alveg skemmtilegt blogg.

Dórakel.blogspot.com
Dórakel eru nýgræðingar í bloggheiminum, blogg þeirra eru stutt og einkennast af flippi og oft á tíðum sterkum einkahúmor. Með dögunum mun flippið þó sennilega mótast og verða heilsteyptara enda enn á tilraunastigi, því einsog maðurinn sagði : Flipp er alltí lagi svo lengi sem það fer ekki út í fíflagang.

glamurgella.blogspot.com said...

Ógó fyndiið! ..vildi samt að glamúrgellan væri uppáhaldsbloggið ykkar sko. Þarf kannski að fara að tala minna um klám..

Albert said...

eða tala meira um klám?

ég labbaði í gær til að ná í útælda bílinn hans hlöðvers og sá geitung. ég passa mig meira á þeim heldur en býflugum.

ps. takk fyrir gott æskuágrip.

kveðja,
leiðinlegi gaurinn

skúli said...

ú næs, ég fékk umfjöllun
takk fyrir "BESTUVINKONURMINARIHEIMINUM" eins og þið heitið enn í bookmarks hjá mér

Anonymous said...

Mjög frumlegt blogg og fyndið líka. Ég efast ekki um að ég hefði fengið greiningu á bloggsíðunni minni hérna back in the days þar sem hún var svakaleg.
Annars er fordogco ansi líflaus þessa dagana, ég held að ykkur fari að vanta nýjan meðlim...en hvað veit ég!
kv. plötuprinsessan

Anonymous said...

Ég elska að lesa blogg frá ykkur þó svo ég skilji kannski bara einn áttunda ef þeim en það er bara að því að ég hef ekki lokið hraðlestrarnámskeiðinu. Vel gerð blogg samtsem áður og mikil hugsun á bakvið þau, það get ég lesið úr þeim.

btw svala var að gefa ykkur hidden hint.

hallssonur said...

takk fyrir mig. djúpa laugin? heitt. en vitiði samt hvað þýðir að vera háfleygur? þið eruð samt flipp týpurnar. þessar flippuðu. soldið svona buusastelpur. (grín)

skúli said...

artí.blogspot.com er kominn með updeit eftir langa og erfiða bið!
getið þar litið hinn magnaða sköLLbojj eigin augum!

Anonymous said...

æi, ég nenni ekki að skrifa það sem ég var búinn að skrifa en þetta var voðalega skemmtileg færsla...

kv ívar sem kemst ekki inn á bloggerakkántinn sinn og nennir ekki að skrifa stóra stafi eða setja punkta eða eitthvað svoleiðis ógeð

Anonymous said...

þetta var fyndið.
og gerði mig áhugasama um önnur bloggg enn ykkar (ég var bara áhugasöm um ykkar) og þess vegna ætla ég að hættað myspace sörfa og farað bloggsíðusörfa.
hvað varð samt um VIRBbyltinguna.?




ég gerðist fullorðin í fyrsta skipti og kaus en vissi ekki hvert ég átti að setja bleikamiðann sem var semí vandró því einhver kall með skegg þurfti að vísa mér veginn og þetta er orðið of langt comment til að ég geti leift mér að posta það en ég ætlað gera það samt sem áður.





nú ætla ég að búa til blogsíðu því ég held að enginn lesi bloggin míná myspace því þau eru á útlensku og fjalla um dóp.