ég samdi ljóð um vikudvöl mína í berlín:
fimm lögðu af stað fljóð
um okkur er þetta ljóð
við fórum með tómar ferðatöskur
fylltum magann og tæmdum bjórflöskur
fyrstu dagana var hlustað á spil
píanóglamur og tókum okkur svo til
kíktum á pub þar sem hittum við menn
frá bandaríkjunum og noregi í senn
heitir þeir voru og buðu á barinn
ekki leið á löngu þar til farin
við vorum í sleik
djók
kulturbrauerei og soda club
eða bara írskur pub
8 dansgólf og plötusnúðar
þar voru sko engir lúðar
milli þess við í búðir kíktum
eyddum evrum og átfittum ýktum
klæddumst á kvöldum og tókum myndir
þar voru ekki framdar neinar syndir
og þó?
heimboð til trondheim og california
höfum við píur fengið ó-yeah (?)
á hótelherbergi vorum ölvuð
fengum morgunmat og vorum bölvuð
af starfsfólki staðarins þar
fengum svo far
og úti vorum læstar
redduðum lykli áður en urðum við æstar
fjúff
heim með troðnar töskur fórum
með ástarkveðjum stórum
því norðmenn okkar söknuðu
og þegar þeir vöknuðu
í morgun vorum við á bak og brott
þeir fá víst ekkert XXXX
GRÍN
ég ætla að hætta að bulla
enda er ég búin að sulla
of mikið
núna fer eg beint á vog
og verð alveg log-
andi edrú
í tvo daga
svo heldur partýið áfram
þetta sumar er best
ég hef gert sem mest
og það er bara hálfnað
bráðum kemur danaveldi
við rakel leggjum borgina eldi
haha grín búið
takk
amen
5 comments:
gotta love it
Þetta var mjög gott ljóð. Mig langar í berlínarbollu og Mezzomix. Hoffentlich hast Deutschland verliebt wie ich.
haha vel gert dóra :D alveg með lengri ljóðum sem ég hef lesið!
- stolt af þér kjella;)
vantar almenilegan brag í þetta og miðrím.
grín
Post a Comment