Sunday, May 25, 2008

lindufusion

í gær fór ég í frábært eftirpartí.

í dag fann ég sms í inboxinu minu:
tu ert saet.
það vakti sérstakan áhuga því það var sent úr mínu egin númeri.

frekar vandræðalegt að slá mér sjálfri gullhamra í glasi.
en
einhver þarf að gera það og því ekki það að taka málin í mínar hendur.

í dag ætlum við svala að halda fajitas partí
og finna okkur 1 dreng hvor til rífast eða tuða í.

greinilegt að það er okkar prinsipp.


--------

í nótt var ég í fyrsta skipti í bænum í langan tíma,
því ég hafði nokkurnvegin sagt skilið við þá iðju.

hápunktur kvöldsins:
hide & seek á hverfisgötunni
uppskera:
3 leiðinlegar týpur við þjóðleikhúsið.
pirrandi.

--------


ég hef aldrei séð jafn mikinn lúxussvip allt mitt líf.

-------

elsku steinunn.
ég get ekki beðið eftir að koma í kóngsins kaupmannahöfn.
þá ætlum við að gera ýmislegt.
ég er byrjuð að pakka smá,
handbók sukkarans er komin í handfarangur.
við skulum halda skrifum okkar áfram á framandi slóðum.
æfindíri.

þín besta vina,
rakel sif haraldsdóttir

--------

hæ ég er 19 ára stelpa frá reykjavík og verð búsett í kaupmannahöfn í sumar.
ég auglýsi eftir íslenskum pennavini á aldrinum 19-30 ára.
áhugamál mín eru: dýr, íþróttir, útivera og tilvera. ef þu hefur áhuga endilega hafðu samband.
p.s. strákar ekki vera feimnir, híhíhíhí

-----

2 comments:

glamurgella.blogspot.com said...

Kæra Rakel. Því miður er ég ekki strákur, en ég er ófeimin stelpa. Ég ætla einmitt líka í ferðalag í sumar, tilviljun? Ég hef einnig áhuga á dýrum, útivist og tilverunni. Önnur tilviljun?

Mér finnst gaman að leika við vini mína og syngja og dansa. Hvað finnst þér gaman að gera?
Hvað ætlarðu að gera í Kaupmannahöfn? Einu sinni fór ég í svona dýragarð þar.

Skrifa meira seinna (ef þú vilt..)

Kveðja,
Brynhildur 19 ára stelpa í Reykjavík en líka Goddelsheim, Ljubliana, München, Paris og Kaupmannahöfn.

Anonymous said...

aiii!
eg & þýska amman erum orðnar svo goðar vinkonur að eg er hætt við að þú komir.







green.
í dag ætla ég í vetvangsferð að finna eitthvað skemmtilegt, eg verð samt að viðurkenna að þessi ljúfa borg hræðir mig dálítið eftir helgina..
og það er rigning.
sry
s