milli klukkan 9 og 2 er ég buin að vera óvenju væmin á google.
ég hef googlað fullt af dýrum sem mér finnst sæt með viðbættum leitarorðum á borð við baby og cute. uppskeran var svo sait.
bráðum set ég myndir af:
baby panda
racoon því ég er með racoon í hálsinum
baby buffer (hann heitir reyndar puffer en ég gerði óvart b og mér finnst það passa betur) fish
letidyr
puntsvin (sem þýðir broddgölltur á dönsku)
baby bradypus variegatus (sem þýðir letidýr á íslensku)
kangaroo
baby koala
taupe (sem þýðir moldvarpa á frönsku)
svo fór ég heim til óléttu tvíburasystur mömmu minnar og þreif allt húsið hennar hátt og lágt.
það var jafn leiðinlegt og bilið sem er á milli þess háa og lága á einhverju virkilega hávöxnu.
en nú er ég 7000 krónum ríkari en ég var í morgun. sem þýðir að nu a ég 7000 krónur.
ég ætla að eyða því í eitthvað uppbyggilegt á borð við:
sjálfshjálparbækur
kennslubókina um danska kúrinn
ávexti og grænmeti
að ógleymdu LIFANDI ENSÍM
góð te
kerti og reykelsi í herbergið mitt
andlitsmaska
og eitthvað fleira ógeðslega leiðinlegt sem maður þarf að gera til að vera myndarlegur.
eg ætti kannski að byrja á því að klæða mig ur prjónuðubuxunum og rúllukragapeysunni sem ég var í í skólanum í dag. vá en mörg í með skömmu millibili. íííí í í í.
í fréttunum er verið að sína gömlu skottin min á grund að borða þorramat.
þau eru svo mikið kjut og alltaf reyðubuin í kveðskap nokk góðan.
þetta var ekkert svo löng færsla
en hun verður lengri þegar ég set sætar myndir.
talandi um myndir ég ætla nuna að skoða myndir sem pabbi var að framkalla í massavís
ekki í ís í lítravís á kostaprís.
ég ætla ekki að tala um myndaalbúm
aldrei.
1 comment:
litlu grund-slvr
Post a Comment