Thursday, January 3, 2008

ég elska smámál

í lumbruskógi eru tveir munaðarlausir fuglsungar teknir í fóstur af vingjarnlegum þresti og kolruglaðari uglu. Allt viðriðst slétt og fellt, grænar grundir með blómum í haga, en þegar fuglsungarnir, ólíver og ólafía frétta að þeir eru munaðarlausir vegna þess að skelfir skógarins, hroði, át foreldra þeirra í morgunmat, ákveða þeir að gera uppreisn gegn harðstjóranum.

ég var að koma úr búðinni með pabba
hann gaf mér fuglastríðið í lumbruskógi og the wizard of oz

ég fór í fyrsta skipti í bíó með pabba
á fuglastríðið í lumbruskógi
þegar ég fór aftur með honum í bíó þá sagði ég
"NEI SKO PABBI SJÁÐU ÞETTA ERU SVONA FUGLUSTRÍÐASTÓLAR"
þegar ég horfði yfir bíósalinn

þá var ég smábarn.

á morgun ætla ég með pabba í dótabúðina
við ætlum að kaupa meir í sylvaniefamily.
um helgina förum við svo í húsdýra og fjölskyldugarðinn :D:D:D:D:D:D

fuglustríðið kallar

No comments: