Sunday, January 20, 2008

ALLTOF LANGT 8KM OF LANGT, eg bið enn, þeir taka þetta til þin sem það eiga

ég fór í leikhús áðan
leiksýningin fór fram á bulli
en það var óþarfi að örvænta 
sem sýndi sig og sannaði.

minnti eilítið á:
hambúrginskí
ameríkanskí 
mcdonalinskí 
frenskí frítskí

föstudagskvöldið var BZT!
ég held að öll grínin sem því fylgdu
verða flest ógleymanleg.

ég held líka að næsti föstudagur verði frábær 
og laugardagur.
sérstaklega eftir að hafa uppgvötað svona solid plan.

en ég held að skólavikan verði ekki skemmtileg.
ég hef samt verið dugleg og mætt í alla tímana
og tók þá ákvörðun að skrá mig úr spænsku.
ég vildi ekki mæta í tíma nr 2 eftir að hafa gleymt að læra heima
og þar sem ég er samviskusamur nemandi og sinni öllum áföngum 
100% og jafnvel meir þá gat ég ómögulega hugsað mér á klára
þennan með slíkri frammistöðu.
svo tók ég eina aðra skólaákvörðun sem ég hef bara sagt einum.

ég vildi óska að ég væri jafngóð í að taka lífsákvarðanir og skólaákvarðanir.
þá fyrst myndi mér kannski ganga jafnvel í lífinu og mér gengur í mh.

t.d. í dag fattaði ég að skjárinn í myndavelinni er ónýtur.
skjárinn á sömu myndavel sem ég týndi hleðslubatteríinu úr á airwaves.
þá komst upp um mig á afmæli litlu systur minnar þegar það var ekki neitt batterí í vélinni.

á morgun á pabbi minn afmæli og ég þori ekki að segja honum frá þessu óhappi strax því þá mun mér líka takast að eyðileggja afmælisdaginn hans, í stað þess ætla ég að segja honum þetta í vikunni og eyðileggja fyrir honum allt hans 51. ár.

þessa myndavél lét pabbi mig kaupa fyrir sig i frihöfninni áður en ég fór út til köben og frakklands. þessa myndavél sem átti að vera fjölskyldueign. ég held að enginn úr fjölskyldunin hafi séð þessa myndavél, nema pabbi og það var þegar hann leitaði í öllum búðum í reykjavik að nyju hleðslubatteri.

þetta átti ekki að vera svona löng frásögn, en hún lýsir vanagangi lífs míns einstaklega vel.

RAKEL: AFHVERJU ERT BUIN AÐ SKRIFA SVONA MIKIÐ?
RAKEL: ÉG VEIT ÞAÐ EKKI !!!
RAKEL: UFF BÆ NU

4 comments:

Anonymous said...

eitt skólaleyndó verður á morgun, enginn má vita!
svo leynifélagsfundur annað kvöld...
langt síðan líf mitt var svo spennandi og fullt af leyndardómum!

Anonymous said...

þu komst ekki að fá gyn í gær

Anonymous said...

það eru tvö atriði sem þú þarft að vita áður en við kynnumst eitthvað nánar.
númer eitt.
allt sem ég segi er Bull.
númer tvö.
það er algjör óþarfi að örvænta.!



bráðum getum við búið til orðabók sukkarans, eða allavega leiðarvísi:

aðstaða 1: (hugsa:halló ljóti/skrýtni/illa klæddi/ lávaxni / skinki .. maður ) segja: hefur þú eitthvað að segja?
sama astaða, önnur tillaga:

Eigum við nokkuð að hafa þetta eitthvað lengra?

ég er samt æst í nýja frasan. svo æst að ég vildi að það væri komin helgi.
GÓg.

Anonymous said...

djaaammmmmm.co.uk