Tuesday, January 15, 2008

based on true story

æ í gær fór illa fyrir tútta diskódívu
hann er fallinn.
hann var okkur þó nokkurra stunda gaman,
og við syrgjum hann sökum þess hve mikla tímabundna gleði hann veitti okkur.

í dag var ég í tölvutíma
ég sat aftast, stillt og prúð að vanda.
ég sat með krosslagða fætur og var að dangla hægri fætinum
ansi kröftulega fram og til baka,
örugglega of upptekin að því að horfa út um gluggann.

alltí einu sparka hressilega í haus
á alls ekki svo hressum mansonista.
sem í sakleysi sinu var við að tengja fartölvu í fjöltengi í innstungu.
ég varð skellkuð í smá stund
svo sagði ég eitthvað á borð við sorrí og ég sá þig ekki og þess háttar.
eh
uuu
æ
hann sagði ekki neitt.

nuna er hann örugglega snargeðveikur í hausnum og heyrnalaus
að borða leðurfrakkann sinn eða eitthvað álíka grúví.

ekki segja mer í kommenti að mansonistar séu líka fólk
ég veit allt um það svo að...
LEAVE IT


ég var frá klukkan 19:14-22:57 að föndra jólagjöf
já jólagjöf...
ég þoli ekki jólastressið í desember
svo að ég ákvað að vera snemma íðí í ár.
tímagert að byrja að stússast enda hálfur janúar að baki.



á morgun er ég líka að fara á deit
mér finnst frábært hvað ég er í stöðugu sambandi
alveg síðan í ágúst.

en fyrst fer ég í skólann
þá fer ég í fullt af fab kennslustundum.


i náinni framtíð mun eg:
- forðast kaffibarinn sem logandi eldinn þegar ég er á deitum.
- myndaflipp með svölu svo að það seu fleiri en ein mynd af okkur saman á myspace.
- alvöruphotoshoot með steinastuð og beggublindu
hælaskór, blúndur, sokkabönd, hælaskór, sporsokkar, nærföt að ógleymdri holgu og kampavíni.
picture by rakel, model berglind, steinunn design & bergvin makeupartist
- fara á snjóþotu og þoturass elska þoturass.
- horfa á shaun the sheep
- gera jólagjafir


með einlægri manson kveðju
rakelsif

1 comment:

Anonymous said...

takk fyrir þessa færslu. hún gladdi mig ósegjanlega þegar ég kom heim eftir strangasta vinnudag síðan í kolanámunum '67.